Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fréttir af Vestfjarðaleiðinni

Nú eru komnir 6 mánuðir frá því að Dýrafjarðargöng opnuðu og Vestfjarðaleiðin fór í loftið með opnun heimasíðunnar www.vestfjardaleidin.is 

Markaðssetning og kynning á ferðaleiðinni hefur verið þó nokkuð lituð af heimsfaraldrinum en hér má sjá nokkrar aðgerðir sem þó hafa verið í gangi og verkefni sem framundan eru.

Við höfum tekið þátt í nokkrum vinnustofum (Webinars) á vegum Íslandsstofu þar sem við höfum fengið að kynna Vestfjarðaleiðina fyrir hinum ýmsu mörkuðum, svo sem Bandaríkjunum og Kanada, Holland og Belgíu, Þýskalandi og núna í næstu viku erum við með kynningu fyrir Frakklandsmarkað.

Einnig vorum við með live streymi í samstarfið við Íslandsstofu, streymið var samhliða á miðli okkar Visit Westfjords og á miðli þeirra Iceland Naturally og náði streymið til rúmlega 3000 manns.

Vestfirðir og Vestfjarðaleiðin tóku yfir Instagram reikning Inspired by Iceland í nokkra daga þegar ljósmyndarinn Benjamin Hardman kom vestur og deildi ferðinni sinni með fylgjendum. Myndefnið náði til um 500.000 einstaklinga á meðan á yfirtökunni stóð og lifir efnið enn í highlights á Instagramsíðu Íslandsstofu.

Til stóð að hafa sameiginlega vinnustofu með meðlimum Vestfjarðaleiðarinnar síðastliðið vor, þar sem farið væri yfir sáttmálann og verkfærakista (toolkit) kynnt til leiks. Vegna aðstæðna var allt slíkt slegið á frest og við ofur bjartsýnar á að við myndum halda vinnustofuna síðastliðið haust, en eins og komið hefur á daginn þá var faraldurinn bara alls ekkert búinn í haust og því rúllum við enn á undan okkur þessum vinnustofum þar til sóttvarnar takmarkanir leyfa.

Við stefnum á að gefa út sáttmálann sem meðlimir þurfa að gangast að og skrifa undir og kynna verkfærakistuna á næstu vikum. Enn sem komið er er verkfærakistan einungis á ensku þar sem hún var unnin í samstarfi við erlenda ráðgjafa okkar, en við erum að vinna í því að fá hana þýdda yfir á íslensku. Það næst því miður ekki fyrir sumarið, við munum því kynna verkfærakistuna á ensku fyrst til að byrja með en hún kemur svo á íslensku um leið og þýðingin er tilbúin.
Við stefnum á kynningarfund með meðlimum á næstu vikum og munum auglýsa fundartíma þegar hann er kominn á hreint. 

Einnig er verið að vinna að endurútgáfu á kortinu okkar, þessu samanbrotna rauða sem kallast Westfjords - The Official Tourist Map. Við erum að teikna þar inn á Vestfjarðaleiðina og endurhanna kortið allt með breyttum áherslum með tilliti til Vestfjarðaleiðarinnar. Meðlimum Vestfjarðaleiðarinnar var öllum sendur póstur og boðið að kaupa auglýsingu á kortinu, ef einhver sem skráður er meðlimur hefur ekki fengið slíkan póst þá má gjarnan senda póst á birna@vestfirdir.is og við finnum út úr því hvað hefur misfarist, en pósturinn ætti að hafa farið á alla þá sem eru á skráningarlistanum hjá okkur.
Enn eru 3-4 pláss laus í mismunandi stærðum, svo ef einhver hefur ekki fengið póst en vill vera með á kortinu þá er um að gera að hafa samband.

 


Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
  • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
  • Árnagata 2-4
  • 400 Ísafjörður
  • +354-450-8060
  • travel(at)westfjords.is