Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Vestfjörðum má finna tvö af stærstu fuglabjörgum Evrópu, hér er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar. 

Iceland backcountry travel ehf.
Iceland BackCountry Travel býður uppá sérsniðnar margra daga ferðir fyrir allt að 17 manna hópa í litlum rútum. Einnig er boðið uppá sérsniðnar ferðir og sætaferðir á mikið breyttum fjallajeppum. Útsýnisferðir, ljósmyndaferðir með áherslu á heimskautarefinn eða annað dýralíf eftir óskum hvers og eins. Norðurljósaferðir, jöklaferðir, gönguferðir og náttúrulaugar. Ferðir frá 2 klst og uppúr. Sérsniðnar ferðir eftir þínum óskum um allt Ísland mögulegar. Hafið samband til að fá tilboð í draumaferðina ykkar.
Westfjords Safari
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Sjóferðir
Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið 2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og reka áfram með svipuðu sniði. Sjóferðir er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans Henný Þrastardóttur. Stígur vann hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 allt þar til hann sjálfur stofnar sitt eigið fyrirtæki og tekur viðrekstri bátanna. Hann hefur því töluverða reynslu af svæðinu og miðlar þekkingu sinni af svæðinu og fólkinu sem þar bjó með farþegum sínum. Bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og tryggingar í lagi ásamt því að hafa vel þjálfaðar áhafnir. Bátarnir eru misstórir og henta í misjöfn verkefni. Annars vegar er það Ingólfur, 30 farþega bátur með krana sem nýtist í þungaflutninga. Stærri báturinn er svo Guðrún, 48 farþega bátur sem oft fær viðurnefnið “drottningin”. Ferðir Sjóferða hefjast allar á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan friðlandsins. Áætlun Sjóferða má nálgast á heimasíður fyrirtækisins www.sjoferdir.is  Einnig er hægt að panta bátana í sérferðir hvenær sem er og má þá hafa samband í sjoferdir@sjoferdir.is eða hjá Stíg í síma 866-9650  
Gistiheimilið Malarhorn
Á gistiheimilinu Malarhorni er boðið upp á að leigja hús með 4 svefnherbergjum og eldhúsi (hús nr. 2), tveggja manna herbergi með snyrtingu og sturtu í 10 herbergja húsi (hús nr. 1),íbúð með aðgengi fyrir fatlaða, fjölskylduherbergi og lúxusherbergi, 27 fm hvort (hús nr. 3). Veitingahúsið Malarkaffi er rekið á sama stað, auk þess sem boðið er upp á siglingar út í eyjuna Grímsey, þar sem hægt er að njóta fjölskrúðugs fuglalífs yfir sumartímann. Einnig er möguleiki á sjóstangveiði.
Westfjords Adventures
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.   Opnunartímar; Mán - Fös 08:00 - 17:00 Lau + Sun 10:00 - 12:00
Wildlife Photo Travel
Wildlife Photo Travel standa fyrir vinnustofum og ljósmyndaferðum. Viðfangsefni ferðanna er íslenski refurinn og friðlandið á Hornströndum heimkynni hans.  Vinnustofurnar eru opnar öllum sem hafa áhuga á ljósmyndun, óháð því hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn. Einnig býður Wildlife Photo Travel ljósmyndaferðir í litlum hópum.
Borea Adventures
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa. Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.  Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.  Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 
Ögur Travel
Ögur Travel er staðsett í Ögri við Ísafjarðardjúp, 106 km frá Ísafirði. Tímabilið hjá okkur hefst í lok maí og er út september. Farið er í ferðir allt árið ef pantað er með fyrirvara. Kaffi- og veitingasala á staðnum frá miðjum júní. Við getum útvegað svefnpokapláss en að öðru leyti vísum við fólki á gistingu í Reykjanesi, Heydal, Ísafirði, Dalbæ og víðar. Ögur Travel getur útbúið heildarpakka með ferðum, gistingu, veitingum og nesti. Frítt er fyrir 15 ára og yngri í gönguferðir. Tungumál er íslenska, enska og Norðurlandamál (sænska og danska). Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar.
StrandFerdir.is
Við erum staðsett á Norðurfirði á Ströndum. Þar er lítil húsaþyrping í fallegu umhverfi. Út með firðinum er Krossneslaug sem staðsett er við sjávarmál. Ævintýri líkast. Reykjafjörður er breiður og stuttur fjörður og blasir Drangajökull við. Þar eru heitar uppsprettur og úr einni þeirra rennur vatnið í sundlaugina. Við skerinn er svo selir að leik. Þar má finna heitar uppsprettur í óspilltri nátturunni sem gefur trú á galdra og tröll nýjan merkingu.
Wild Westfjords
Við bjóðum uppá einkaferðir um Vestfirði á flottum og þægilegum 8 farþega breyttum Sprinter - fullkominn ferðamáti fyrir gamla góða vestfirska þjóðvegi og vegleysur.  Hafið samband til þess að fá tilboð í ferð eða skutl. www.wildwestfjords.com 
Vesturferðir
Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu. Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.  Sala farmiða í HornstrandabátaHornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.  Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Aðrir (3)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Amazing Westfjords Mávagarður 400 Ísafjörður 888-1466
Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll Hænuvík 451 Patreksfjörður 848-8113