Vestfirsk ferðaþjónustufyrirtæki á Mannamótum
Síðastliðinn fimmtudag fóru Mannamót markaðsstofa landshlutanna fram í Kórnum í Kópavogi. Mannamót eru einn stærsti viðburðurinn í íslenskri ferðaþjónustu og voru gestir um 800 talsins sem er metfjöldi og fyrirtækin sem sýndu voru um 220 talsins alls staðar af landinu.