Langar þig í einn kaldan eftir langan og skemmtilegan dag? Skelltu þér á pöbbinn, ræddu heimsmálin við bæjarbúa og fáðu hugmyndir af áhugaverðum stöðum til að kíkja á.
Verbúðin pub
Verbúðin pub, er krá í Bolungarvík þar sem þyrstir og þreyttir ferðalangar geta sest niður skipst á ævintýralegum fiskisögum á meðan þeir dreypa á dýrindis veigum. Þema kráarinnar er byggir á sögu Bolungarvíkur sem sjávarþorpi og eru munir frá gömlum tímum hangandi um alla veggi sem veita gestum innsýn í gamla og góða tíma.
View
Dokkan brugghús
Dokkan brugghús er fyrsta Vestfirska handverks brugghúsið sem bruggar hágæða Vestfirskan bjór.
Frá 3. júní er opið alla daga vikunnar frá kl. 15:00 til 23:00
Ef þú vilt koma með hópinn þinn á öðrum tíma en auglýstur er þá getur þú sent okkur skilaboð gegnum facebook eða á netfangið dokkan@dokkanbrugghus.is.
View
Einarshúsið
Einarshúsið í Bolungarvík er timburhús byggt árið 1902. Húsið stendur á besta stað við höfnina með útsýni yfir Ísafjarðardjúp og fjöllin í kring. Það var byggt af Pétri Oddsyni athafnamanni sem bjó þar og rak verslun. Eftir daga Péturs keypti Einar Guðfinnsson húsið, rak þar verlsun og stýrði þaðan viðskiptaveldi sínu. Húsið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd og er þar rekið gistihús allt árið ásamt veitingarekstri yfir sumarmánuðina.
Einarshúsið er með 8 herbergjum, 6 tveggja manna, eitt þriggja manna ásamt þriggja manna svítu. Herbergin eru öll með vaski en önnur baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Frítt og hraðvirkt þrálaust net er í herbergjum og sameiginlegum rýmum hússins.
Veitingastaðurinn er opinn alla daga frá 11:45 - 20:30 á sumrin en opnunartíminn er heldur takmarkaðri yfir vetrartímann. Einarshúsið hefur getið sér gott orð fyrir saðsamar og glæsilegar pizzur sem hægt er að fá allan daginn en einnig er boðið upp á rétt dagsins af einföldum og góðum íslenskum heimilismat.
Hægt er að fá morgunverð með gistingu sé þess óskað.
Á útiverönd er hægt að njóta matar og drykkjar á hlýjum sumardögum.
Í Bolungarvík og nágrenni er margt að skoða, má þar nefna sjóminjasafnið Ósvör, Náttúrugripasafn Bolungarvíkur, sundlaug Bolungarvíkur, útsýnið af Bolafjalli og keyra yfir til Skálavíkur. Ísafjörður er aðeins 13 km frá Bolungarvík.
View
Aðrir (2)
Húsið Kaffihús | Hrannargata 2 | 400 Ísafjörður | 4565555 |
Vestur restaurant | Aðalstræti 110 | 450 Patreksfjörður | 456-1515 |