Fara í efni

Á eigin vegum, undir leiðsögn eða á leigðum hjólum. 

 

Borea Adventures
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa. Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.  Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.  Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 
Cycling Westfjords
Hjólreiðar Vestfirðir er bandalag hjólreiðamanna sem lifa fyrir hjólreiðar.  Við þekkjum þennan stað og fólkið sem gerir hann sérstakan og við vinnum að því að tengjast bæjum og styrkja samfélög okkar með reiðhjóla ferðaþjónustu. Við skipuleggjum keppnir, ferðir, bæði með og án leiðsagnar sem passa hverjum og einum einstakling eða hópi. Við teljum að allir ættu að hafa tækifæri til að upplifa Vestfirði á reiðhjóli.    Þegar við erum ekki að leiðbeina í ferðum, laga hjól eða ráðleggja þér hvaða leið sé best að fara, erum við að hjóla sömu vegi og spjalla við eigendur fyrirtækja á svæðinu um framtíð reiðhjólaferðaþjónustu á Vestfjörðum.  Þess vegna getum við sagt með vissu að þegar þú hjólar leiðirnar okkar að þú sért í góðum höndum ef eitthvað fer úrskeiðis.  
Iceland Travel
Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.  Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
Westfjords Adventures
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.   Opnunartímar; Mán - Fös 08:00 - 17:00 Lau + Sun 10:00 - 12:00

Aðrir (3)

The Fjord Hub Suðurgata 12 400 Ísafjörður 792-1385
Cycling Westfjords Ásgeirsbakki 400 Ísafjörður 8664424
Simbahöllin Fjarðargata 5 470 Þingeyri 8996659