Vestfirðir, Náttúra Íslands, ferðaupplýsingar, menning, afþreying, gisting, viðburðir.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

HEIMAMENN MÆLA MEÐ

 • Myndbönd frá Vestfjörðum

  Vestfirðir eru fjölbreyttir bæði í menningu og náttúru. Hér er hægt að skoða myndbönd frá Vestfjörðum sem veita þér smá innsýn inn í líf Vestfirðinga og það sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða.

 • Vissir þú?

 • Fjölskylduvænt

 • Ferðir fyrir hópa

 • Dýralíf

FRÉTTIR

VIÐBURÐIR

Sjá viðburðadagatal

VESTFIRÐIR, ÓSNORTIN NÁTTÚRA

Forsíða
Patreksfjörður

Patreksfjörður stendur við samnefndan fjörð og er stærsti þéttbýlisstaðurinn á sunnanverðum Vestfjörðum. Þorpið teygir sig á milli Vatneyrar og Geirseyrar og gekk áður fyrr jafnan undir Vatneyrar nafninu. Patreksfjörður er nú hluti af hinu sameinaða sveitarfélagi Vesturbyggð sem teygir sig yfir mestalla Vestur-Barðastrandarsýslu.
Verslun hefur verið stunduð á þessu svæði frá fornu fari og þangað sóttu kaupmenn frá ýmsum löndum. Á einokunartímanum var Vatneyri viðurkenndur verslunarstaður og fiskihöfn. Veturinn 1615 bjuggu baskneskir skipbrotsmenn um sig í verslunarhúsunum, en þeir voru þá á flótta undan Ara sýslumanni í Ögri og flokki hans,) sem eltu uppi og aflífuðu marga skipbrotsmannanna í hinum alræmdu Spánverjavígum.
Þéttbýli tók að myndast á svæðinu á seinni hluta 19. aldar og árið 1900 voru íbúarnir orðnir um 350 talsins. Innan Vatneyrar var gott hafskipalagi og þangað sóttu erlend skip mjög. Heimildir eru um að 100 seglskip hafi verið á legunni í einu og síðar varð Patreksfjörður fjölsótt höfn fyrir erlenda togara sem komu til viðgerða eða til að leita skjóls undan veðrum.
Patreksfirðingar voru miklir frumkvöðlar í útgerð og fiskveiðum. Þeir hófu þilskipaútgerð fyrstir Vestfirðinga og voru jafnframt í forystu þegar útgerð togara hófst.
Enn í dag er sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin á Patreksfirði en þar er einnig að finna fjölbreytta þjónustu. Menningin á sér líka djúpar rætur á svæðinu og eru skáldið Jón úr Vör og listmálarinn Kristján Davíðsson líklega kunnustu listamenn Patreksfjarðar. Þá hefur heimildamyndahátíðin Skjaldborg fest sig í sessi á undanförnum árum sem ein eftirtektarverðasta kvikmyndahátíð landsins.
Ferðafólk getur slakað á í nýrri og stórglæsilegri sundlaug Patreksfirðinga eða tekið hring á golfvellinum. Margir af fegurstu og vinsælustu áningarstöðum ferðamanna á Vestfjörðum eru í þægilegu ökufæri frá Patreksfirði svo sem Vatnsfjörður, Rauðasandur og Látrabjarg. Þess má geta að National Geograpic valdi nýlega Látrabjarg í hóp þeirra 10 staða sem bjóða upp á fegurstu sjávarsýn (e. ocean view) í heiminum.

Hornstrandir

Hornstrandafriðland nær yfir nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans. Auk hinna eiginlegu Hornstranda nær friðlandið yfir Aðalvík og norðurhluta Jökulfjarða.
Á Hornströndum er stórbrotin og einstök náttúrufegurð. Meðfram ströndinni eru snarbrött fjöll og inn í þau ganga firðir, víkur og dalir. Land er mótað af ágangi sjávar og jöklum ísaldar sem hafa skilið eftir ófáar hvilftir og skörð. Jarðsöguna má lesa úr landslagi og eru víða minjar um gróðurfar og veðurfar fyrir milljónum ára. Gróðurfar er einstakt. Gróður hefur aðlagast aðstæðum á svæðinu, stuttum og björtum sumrum og snjóþungum vetrum, og er furðu gróskumikill. Þá hefur landið lengi haft frið fyrir ágangi manna og búfjár. Víða er fallega gróið land í víkum og fjörðum og á síðustu áratugum ber meira á nokkrum tegundum plantna sem áður voru nánast horfnar vegna beitar. Fuglalíf er auðugt á svæðinu enda fæðuskilyrði góð í hafinu og enginn hörgull á hentugum varpstöðvum. Á sumrin er mest um fugla sem halda til á sjó og eingöngu setjast upp til að verpa. Einnig verpir fjöldi fugla, vatnaog votlendisfugla af ýmsum tegundum með ströndinni. Meðal fuglabyggða eru tvö af stærstu fuglabjörgum landsins. Í Hælavíkurbjargi er talin vera mest svartfuglabyggð á landinu og hvergi er meira um langvíu en í Hornbjargi.

Refir eiga hér griðland. Heimskautarefir lifa allt umhverfis norðurhvel jarðar og eru einstaklega vel aðlagaðir veðráttu og fimbulkulda á norðurslóðum. þeir munu hafa verið einu villtu landspendýrin á Íslandi við landnám og hafa líklega borist til landsins á ísöld flegar jökulhvel ísaldar tengdi saman lönd á norðurhjara. þá má gera ráð fyrir að refir hafi alla tíð síðan borist öðru hverju með hafís til landsins. Á Hornströndum má hvarvetna rekast á refi enda hafa þeir nóg að bíta og brenna. Í friðlandinu virðist þeim ekki standa mikil ógn af mönnum og eru reyndar orðnir talsvert mannvanir sumir hverjir. Áður var allnokkur byggð þar se friðlandið er nú og þeir sem áttu allt sitt undir náttúrunni nýttu hlunnindi sem hún gaf eins og framast var kostur. Byggð lagðist af fyrir u.þ.b. hálfri öld og víða er að finna minjar um horfna búsetu og lífsbaráttu genginna kynslóða. Hvarvetna blasir fortíðin við og gamlar frásagnir koma upp í hugann nánast við hvert fótmál. Hornstrandir eru paradís náttúruunnenda og landið sveipað ævintýraljóma í huga ferðamanna. Hornstrandafriðland hefur sérstöðu að því leyti að það er ekki í vegasambandi við umheiminn og eingöngu fært þangað sjóleiðina eða á tveimur jafnfljótum. Um svæðið liggur fjöldi gönguleiða við allra hæfi. Reglubundnum ferðum á svæðið er haldið uppi á sumrin. Á sumrin er einnig rekin gisting á nokkrum stöðum í friðlandinu. Samfara aukinni umferð hafa verið settar reglur um umgengni í Hornstrandafriðlandi sem ferðafólki ber að kynna sér. Svæðið tilheyrir Ísafjarðarbæ en í umsjón Umhverfisnefndar ríkisins og sýslumannsins á Ísafirði.

Hólmavík

Hólmavík er stærsti þéttbýlisstaðurinn á Ströndum. Þorpið stendur við Steingrímsfjörð og tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð. Líkt og algengt er með íslensk þorp og bæi tók þéttbýli að myndast þar seint á 19. öld. Á Hólmavík hefur verið stunduð verslun frá árinu 1895 en elsta byggingin sem þar stendur er verslunarhús sem kaupmaðurinn Richard Peter Riis reisti árið 1897. Þar er nú rekið hið rómaða veitingahús Café Riis.
Aðal atvinnuvegur Hólmvíkinga hefur í gegnum tíðina verið sjávarútvegur en landbúnaður hefur einnig verið blómlegur allt í kringum byggðarlagið og á undanförnum árum hefur ferðaþjónusta farið vaxandi.
Gestir á Hólmavík ættu ekki að láta hjá líða að skoða Galdrasafnið. Strandir eru órjúfanlega tengdar galdrafári 17. aldar og eru þeirri sögu gerð frábær skil á Galdrasafninu sem og í Kotbýli kuklarans á Klúku í Bjarnarfirði í um 20 mínútna akstursfæri frá Hólmavík. Þar er einnig að finna 25 m útisundlaug, Gvendarlaug hins góða, ásamt náttúrulegum heitum potti.
Annað safn, rétt við bæjardyr Hólmvíkinga, er til húsa í gamla félagsheimilinu Sævangi og ber hið virðulega nafn Sauðfjársetur á Ströndum. Þar er að finna margháttaðan fróðleik um sauðkindina og sauðfjárbúskap fyrr og nú. Safnið stendur einnig fyrir ýmis konar viðburðum og uppákomum hvert sumar en þar er sennilega Íslandsmeistaramótið í hrútaþukli þekktast. Á Orrustutanga, rétt við safnið, er æðarvarp sem gaman er að skoða.
Fyrir þá sem eru með mótorhjólið í skottinu þá er mótorcross braut rétt utan við Hólmavík og í Skeljavík er golfvöllur. Handan fjarðarins, á Selströnd, er gaman að skoða fuglalífið sem er afar fjölbreytt.
Mjög skemmtileg gönguleið er í Kálfanesborgum rétt ofan við byggðina og raunar má finna urmul góðra gönguleiða allt í kringum Hólmavík. Svæðið er líka ríkt af allskyns þjóðsögum og sögnum og óneitanlega öðlast bæði gönguferðirnar og bíltúrarnir meira gildi ef fólk hefur tök á að kynna sér einhverjar þessara sagna áður en lagt er í hann. Þegar klettadrangar breytast í tröllskessur, stórgrýti verður að álfaborgum og þúfnabörð verða að álagablettum er hvunndagslegur göngutúr fljótur að breytast í sannkallaða ævintýraför.
Á Hólmavík er virkilega góð útisundlaug með heitum pottum þar sem gott er að skola af sér ferðarykið og láta harðsperrurnar líða úr gönguþreyttum vöðvum. Sveitarfélagið Srandabyggð rekur öfluga upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í samstarfi við Strandagaldur í húsnæði Galdrasafnsins rétt við höfnina á Hólmavík.

Kaffihús

Langar þig í góðan kaffibolla og kannski eina kökusneið með? Fáðu þér endilega sæti á einu af yndislegu kaffihúsunum á Vestfjörðum. 

Gönguferðir

Á eigin vegum eða með leiðsögn, ganga er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar óþrjótandi. 

Dagsferðir

Kjörin leið til þess að kynnast því sem svæðið hefur upp á að bjóða. 

Kajakferðir / Róðrarbretti

Það er skemmtileg upplifun að róa um á kajak, Vestfirðir henta sérlega vel til slíkrar iðju með skjólgóðum fjörðum og fjölbreyttu dýralífi meðfram ströndinni. 

Bolafjall

Bolafjall er frábær útsýnisstaður fyrir ofan Bolungarvík og segja má að fjallið sé einn helsti viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum. Frá fjallinu er stórbrotið útsýni að Hornstrandafriðlandinu, Jökulfjörðum, Ísafjarðardjúpi og sumir segja alla leið til Grænlands. Sólsetrið er einnig sérstaklega fallegt frá Bolafjalli. Vegurinn upp á fjallið er eingöngu opinn yfir sumarmánuðina en hann var byggður fyrir Radarstöðina sem staðsett er á fjallinu. Stöðin var byggð af ameríska hernum á áttunda áratugnum en er núna rekin af íslensku Landhegigæslunni. Áður en farið er upp á Bolafjall, eða jafnvel eftir, þá mælum við með því að ferðamenn kíki við í Skálavík

Fjölskyldu- og skemmtigarðar

Víða má finna leikvelli og áningastaði þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman.

Vestfirðir

Þorp og bæir

Á Vestfjörðum eru margir áhugaverðir bæir og þorp með fjölbreyttir menningu og mannlífi. Hver staður hefur sín einstöku sérkenni en allir eiga þeir það sameiginlegt að taka vel á móti gestum sínum. Hér er hægt að fá ítarlegri upplýsingar um alla þéttbýlisstaði á Vestfjörðum.

Skoðaðu bæina okkar

Map Bolungarvík Hnífsdalur Suðureyri Flateyri Ísafjörður Súðavík Þingeyri Bíldudalur Tálknafjörður Patreksfjörður Hólmavík Drangsnes Reykhólar Borðeyri Djúpavík Norðurfjörður Norðurfjörður
Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið

Viltu skoða aðra landshluta?

Ísland hefur upp á margt að bjóða og hver landshluti hefur sína sérstöðu hvort sem um er að ræða áhugaverða áfangastaði, einstök náttúrufyrirbrigði, mannlíf eða þjónustu. Gefðu þér tíma til að skoða hvað önnur svæði hafa uppá að bjóða og skipulegðu ferðina með okkar aðstoð.

 • Upplýsingamiðstöð Vestfjarða
 • Árnagata 2-4
 • 400 Ísafjörður
 • +354-450-8060
 • travel(at)westfjords.is