Víða á Vestfjörðum má finna allskyns áhugaverðar sýningar, sem dæmi má nefna lista- sögu- og menningartengdar sýningar.
Sauðfjársetur á Ströndum
Sauðfjársetur á Ströndum hefur verið starfandi frá árinu 2002 í félagsheimilinu Sævangi við Steingrímsfjörð á Ströndum. Sauðfjársetrið er safn sem tekur á móti fjölda ferðamanna á ári hverju, auk þess sem íbúar á Ströndum koma margir margsinnis í heimsókn á hverju ári á viðburði eða í veislur. Sauðfjársetrið vinnur auk þess að margvíslegum menningarverkefnum.
Jafnan eru uppi 4 sögu- eða listsýningar á Sauðfjársetrinu í einu. Fastasýning safnsins heitir Sauðfé og sveitafólk á Ströndum. Síðan eru hverju sinni uppi þrjár tímabundnar sérsýningar sem standayfirleitt í 1-2 ár.
Í Sævangi er einnig starfrækt kaffistofan Kaffi Kind þar er í boði heimabakað bakkelsi, súpa, ís frá Erpsstöðum og fleira góðgæti, í Sauðfjársetrinu er einnig lítil handverks- og minjgagripabúð.
Safnið er staðsett 12 km. sunnan Hólmavíkur
Opnunartími 1. júní - 31. ágúst: Virkir dagar: 10:00-18:00 Laugardagar: 10:00-18:00 Sunnudagar: 10:00-18:00Opið eftir samkomulagi á veturna.
View
Skrímslasetrið
Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli viðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verður samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem er sagður einn mesti skrímslastaður landsins.
View
Hótel Laugarhóll
AÐSTAÐA
Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.
Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,
AFÞREYING
Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.
VEITINGASTAÐUR
Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.
KOTBÝLI KUKLARANS
Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.
GVENDARLAUG HINS GÓÐA
Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.
GVENDARLAUG HIN FORNA
Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.
STAÐSETNING
Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.
View
Hótel Djúpavík
Húsið sem nú er Hótel Djúpavík var byggt á 3ja áratug síðustu aldar fyrir konur sem unnu á söltunarplaninu við söltun síldar.
Þá kallaðist það Kvennabragginn. Það var síðan gert upp árið 1985 og það sumar komu síðan fyrstu gestirnir á hótelið.
Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð og kvöldmat í matsal sem er mjög sérstakur og fallegur. Kaffi og te eru frítt og brauð og kökur eru á boðstólum yfir daginn, ásamt léttum veitingum í hádeginu.
View
Melrakkasetur Íslands
Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi.
Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameigilegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.
Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.
Opið:
01. maí - 30. sept: 10:00-18:00
01. október - 14. maí: eftir samkomulagi
View
Gamla bókabúðin Flateyri
Gamla Bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands. Fjölskyldufyrirtæki í fjórar kynslóðir síðan 1914. Verslunin sérhæfir sig í gæða vörum og bókum frá Vestfjörðum í bland við heimsþekkt vörumerki frá fyrirtækjum sem hafa starfað í lengur en 100 ár.
Samhliða versluninni er hægt að skoða íbúð kaupmannshjónanna sem hefur verið varðveitt í óbreyttri mynd frá því að þau féllu frá. Þá er einnig hægt að gista á efri hæð hússins, þar sem svefnherbergi Bókabúðarfjölskyldunnar eru.
HeimasíðaBooking
View
Kómedíuleikhúsið
Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða með bækistöðvar í Dýrafirði. Leikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði sem ku vera minnsta atvinnuleikhús á Íslandi.
Á heimasíðu okkar www.komedia.is og facebook síðu Kómedíuleikhússins eru ávallt nýjustu fréttir af hvaða leiksýningar eru á fjölunum hverju sinni í minnsta atvinnuleikhúsi á Íslandi.
Allir nánari upplýsingar og miðasala er í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar okkar í Haukadal á tix.is
View
Gamla smiðjan Bíldudal
Gamla smiðjan er ein elsta áþreifanlega heimildin um atvinnusögu Bíldudals, en Pétur Thorsteinsson lét reisa smiðjuna um árið 1895 og útbjó með öllum nýjustu tækjum sem fáanleg voru á þeim tíma.
Smiðjan gegndi mikilvægu hlutverki í þjónustu við báta og útgerð á staðnum og var rekin í sama húsnæði í yfir 100 ár.
Hægt að skyggnast betur í söguna með heimsókn í smiðjuna. Smiðjan verður opin á auglýstum opnunartíma á sumrin, en þess utan er hægt að fá leiðsögn fyrir hópa.
View
Byggðasafn Vestfjarða, sjóminjasafn
Byggðasafn Vestfjarða stendur fyrir og kemur að sýningum á hverju ári. Safnið hefur í áranna rás verið í samstarfi við ýmsa aðila, einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki með uppsetningu og ráðgjöf.
Opnunartími:15. maí - 31. ágúst - kl. 10:00-17:001. sept. - 15. sept. - kl. 11:00- 15:00
Önnur opnun eftir samkomulagi
Almennt verð 1.500 kr.Hópar og ellilífeyrisþegar 1.100 kr.
View
Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum
Báta- og Hlunnindasýningin er gluggi að skemmtilegum heimi fugla, báta og náttúrunytja Breiðafjarðar.
Sýningin er helguð gjöfum náttúrunnar við Breiðafjörð og nýtingu þeirra, einkum á fyrri tíð en að hluta allt fram á þennan dag. Fuglarnir gáfu egg og kjöt í matinn og æðarfuglinn gaf verðmætan dún í sængur og kodda. Selurinn gaf kjöt og spik og skinnið var notað til klæðagerðar. Meðal annars fá gestir að kynnast æðarfuglinum á sérstakan hátt og fræðast um gömlu súðbyrðingana með breiðfirska laginu.
Á þessari lifandi sýningu er hægt að sjá stuttar og lengri heimildamyndir um lífið í Breiðafjarðareyjum, sem teknar voru um miðbik síðustu aldar.
Í sama húsi er upplýsingamiðstöð ferðamannsins.
Opið frá 1. júní til 30. ágúst frá 11:00-18:00 og eftir samkomulagi að vetri til.
View
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur
ATH: nú er unnið að því að endurhanna safnið og setja það upp í nýju húsnæði. Það verður því lokað sumarið 2021.
Á Náttúrugripasafninu eru selir og villt landspendýr Vestfjarða til sýnis og hvítabjörn sem veiddur var fyrir utan Vestfirði. Þar eru yfir 250 fuglar af 169 tegundum og ýmsum litarafbrigðum. Egg flestra varptegunda og hrafnshreiður. Steinasafn kemur að grunni til frá Steini Emilssyni en einnig frá öðrum söfnurum. Skeljar og surtarbrandur sem sýnir hve gríðarstór tré uxu á Íslandi fyrir langa löngu. Kjálkabein úr líklega stærsta steypireiði sem veiddur hefur verið og er hluti af samstarfssýningu Náttúrugripasafns Bolungarvíkur og Skrúðs í Dýrafirði en beinin stóðu þar í tæp 80 ár. Ný sýning er í gangi tengd hrafninum og hvernig hann hefur tengst okkur í gegn um menningu öldum saman.
View
Galdrasýning á Ströndum
Galdrasafnið opnaði árið 2000 á Hólmavík og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður meðal ferðafólks, enda er sýningin mjög vel heppnuð og mikið til hennar vandað. Á sýningunni er fjallað um íslensk galdramál og þjóðtrú tengdri viðfangsefninu. Þar kynnast gestir sérstökum galdramálum og fólkinu sem kom við sögu. Einnig er m.a. hægt að kynna sér hvernig vekja skal upp drauga eða kveða þá niður, koma sér upp nábrókum og gera sig ósýnilegan. Hverskyns lifandi uppákomur eru einnig á Galdrasafninu á Hólmavík. Staðsetning: HólmavíkSími: 897-6525galdrasyning@holmavik.iswww.galdrasyning.isOpnunartími: Árið um kringSumaropnun 15. maí - 30. september: Daglega10:00 - 18:00Vetraropnun 1. október- 14. maí: Mán-fös 12:00-18:00, lau & sun 13:00-18:00
View
Listasafn Samúels í Selárdal
Samúel Jónsson (1884-1969) hefur verið nefndur "listamaðurinn með barnshjartað". Þegar hann fékk ellilífeyri byggði hann listasafn og kirkju, gerði líkön af fjarlægum merkisbyggingum og málaði listaverk í Selárdal, án þess að hafa notið nokkurrar tilsagnar í myndlist. Að Brautarholti í Selárdal bjó hann til styttur af selum, ljónum, sæhesti, önd með unga sína á bakinu og af Leifi heppna. Ekki nóg með það, heldur reisti hann einn síns liðs heila safnbyggingu yfir verk sín auk kirkju sem hann ætlaði að varðveita altaristöflu er hann hafði málað og sem sóknarkirkjan hafði hafnað. Félag um listasafn Samúels hefur undanfarna tvo áratugi gert við höggmyndir og byggingar Samúels og endurgert íbúðarhús hans að Brautarholti. Safnið er opið gestum yfir sumartímann og allir velkomnir í kaffi í hús Samúels.
Nánari upplýsingar á vefnum: https://samueljonssonmuseum.jimdofree.com/
Hér má finna brot úr heimildamynd um safnið: https://vimeo.com/350495666
View
Sjónminjasafnið Ósvör
Sjóminjasafnið Ósvör samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli.
Á meðal sýningagripa er sexæringurinn Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Í safninu eru einnig til sýnis veiðarfæri og ýmis tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun fyrr á öldum.
Safnvörður tekur á móti gestum íklæddur skinnklæðum líkum þeim er íslenskir sjómenn klæddust áður fyrr og lýsir því sem fyrir augu ber.
Sumar 2022: 10. júní-20. ágúst, opið alla daga kl. 10-16
Aðrir tímar eftir samkomulagi
Vetraropnun eftir samkomulagi
Gjaldskrá:
Börn 16 ára og yngri………………………………........…...frítt
Fullorðnir……………………………………………………………1.200 kr.
67 ára og eldri………………………………………………… 1.100 kr.
View
Hversdagssafn
Hversdagssafnið á Ísafirði er heillandi heimur hins daglega lífs. Þar eru sagðar sögur af atburðum eða stundum í lífi fólks sem fanga fegurð hvunndagsins á töfrandi hátt.
Á safninu fá gestir aðgang að lífi heimamanna, minningum þeirra og frásögnum, sögum sem vekja gleði, sorg og gefa innsýn í horfna veröld. Sýningar safnsins eru settar fram á margvíslegan og gagnvirkan hátt sem gerir heimsóknina bæði minnisstæða og skemmtilega.
Opnunartímar: Juní-ágúst: daglega frá 13:00 til 17:00.Lokað á veturna en hægt er að opna ef óskað er.
Aðgangseyrir:1000 krónur, ókeypis fyrir börn og ungmenni yngri en 16 ára.
View
Aðrir (20)
Össusetur Íslands | Gamla kaupfélagshúsið, Króksfjarðarnesi | 380 Reykhólahreppur | 894-1011 |
Grund - Forndráttavélar til sýnis | Grund | 380 Reykhólahreppur | 430-3200 |
Staðarkirkja | Reykjanes | 380 Reykhólahreppur | 530-2200 |
Edinborg Menningarmiðstöð | Aðalstræti 7 | 400 Ísafjörður | 456-5444 |
Gamla sjúkrahúsið - Safnahúsið | Eyrartún | 400 Ísafjörður | 450-8220 |
Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space | Aðalstræti 22 | 400 Ísafjörður | 868-1845 |
Dalbær / Snjáfjallasetur | Dalbær, Snæfjallaströnd | 401 Ísafjörður | 690-4893 |
Ferðaþjónustan Dalbæ | Snæfjallaströnd | 401 Ísafjörður | 690-4893 |
Litlibær | Skötufjörður | 420 Súðavík | 695-5377 |
Sýningin: Frönsku fiskimennirnir og gamli tíminn | Mýrar 8 | 450 Patreksfjörður | 456-1140 |
Vinahús | Brunnar 18 / Haukur Már Sigurðsson | 450 Patreksfjörður | 892-5561 |
Sköpunarhúsið | Eyrargata | 450 Patreksfjörður | 695-7620 |
Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar | Hnjótur, Örlygshöfn | 451 Patreksfjörður | 456-1511 |
Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll | Hænuvík | 451 Patreksfjörður | 848-8113 |
Melódíur minninganna - Jón Kr. Ólafsson | Reynimelur / Tjarnarbraut 5 | 465 Bíldudalur | 456-2186 |
Byggðasafn Vestfjarða - Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar | Hafnarstræti 10 | 470 Þingeyri | 456-3294 |
Safn Jóns Sigurðssonar | Hrafnseyri, Arnarfjörður | 471 Þingeyri | 456-8260 |
Menningarminjasafnið Hlíð | Núpur í Dýrafirði | 471 Þingeyri | 456-8239 |
Steinshús - Sýning um Stein Steinarr | Steinshús - Nauteyri | 512 Hólmavík | 898-9300 |
Minja- og handverkshúsið Kört | Árnes II, Trékyllisvík | 524 Árneshreppur | 4514025 |