Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Náttúra

Rauðasandur
Náttúruperlur

Á Vestfjörðum má finnar margar fallegar náttúruperlur og margar leiðir til að njóta einstakrar náttúru. Gefðu þér tíma til að stoppa og ganga upp að næsta fossi, setjast niður og anda. 

Drangsnes
Synt og svamlað

Það er fátt betra en að ferðast milli sundlauga og náttúrulauga og njóta þess að horfa á umhverfið meðan heitt vatnið leikur við mann. 

Fjölskylduvænt

Það er margt hægt að gera á ferð sinni um Vestfirði sem er skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.

Á Vestfjörðum má finna margar sundlaugar og ekki er verra að geta skellt sér saman í fallega náttúrulaug. Að fá sér sundsprett eftir langan dag í bílnum eða í skoðunarferðum er frábær leið til að slappa af og hlaða batterýin. Á Vestfjörðum er líka einn þriðji af strandlengju Íslands og því ljóst að það er enginn skortur á ströndum. Á Vestfjörðum má finna hinar klassísku svörtu sandstrendur en einnig ljósar strendur sem hentar alveg ótrúlega vel í sandkastalagerð. 

Á Vestfjörðum má finna ýmis villt dýr, fugla, refi og fiska en einnig er í boði að fara á opin býli eins og Skálholt á Barðaströnd þar sem hægt er að sjá svín, beljur, hænur og fleiri dýr. 

Fossar