Fara í efni

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða er heildstæð áætlanagerð um þróun ferðaþjónustu á Vestfjörðum, þar sem horft er til samspils náttúru, samfélags, atvinnulífs og innviða. Í áætluninni er dregin saman staða ferðaþjónustu á svæðinu, sett fram framtíðarsýn og skilgreind markmið og áherslur til næstu ára.

Áfangastaðaáætlunin styður við stefnumótun og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum, án lagalegrar bindandi skyldu. Hún byggir á víðtæku samráði við heimamenn, sveitarfélög, ferðaþjónustuaðila og aðra hagaðila og endurspeglar sameiginlega sýn á sjálfbæra og ábyrga þróun áfangastaðarins.

Við vinnslu áætlunarinnar var unnið með fjölbreyttar upplýsingar og innsýn, meðal annars úr vinnustofum með hagaðilum af öllu svæðinu.

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða er lifandi plagg sem er ætlað að vera leiðarljós fyrir þróun ferðaþjónustu á svæðinu og uppfært reglulega í takt við breytingar, nýjar áskoranir og tækifæri.

Uppbyggingarverkefni sveitarfélaga