Kláfur á Ísafirði
Stutt verkefnalýsing: Hönnun og uppbygging kláfs frá Ísafirði upp á Eyrarfjall. Setja upp kláf með byrjunarstöðu á þéttbýli á Ísafirði neðan Eyrarfjalls, með einu millimastri á Gleiðarhjalla í hlíðum fjallsins og endastöð uppi á fjalli.
Helstu verkþættir: Skipulag, hönnun og framkvæmd.
Markmið verkefnisins:
- Heilsársferðaþjónusta
- Nýr áningar- eða áfangastaður
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Eyrarkláfur ehf
Heildarskipulagning á Tungudal, Seljalandsdal og Hnífum
Stutt lýsing: Hönnun og framkvæmdir á alhliða útivistarsvæði sem inniheldur skíða-, göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir með útsýnisstöðum og þjónustuhúsi. Markmið verkefnisins er að skipuleggja útivistarsvæði í Skutulsfirði. Fyrst er horft til Tungu- og Seljalandsdals, ásamt tengingum við útivistarsvæði í Holtahverfi og Seljalandsmúla. Afurð verkefnisins yrði grunnur að nútímalegu skipulagi af firðinum þar sem fram kæmi framtíðarnotkun svæðanna með heilsársnotkun í huga fyrir íbúa og gesti.
Helstu verkþættir: Skipulag, hönnun og framkvæmdir.
Markmið verkefnis:
- Heilsársferðaþjónusta
- Þétting gönguleiða
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
- Öryggissjónarmið
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Ísafjarðarbær - sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Lendingarstaður fyrir geimskip á Seljalandsdal
Stutt verkefnalýsing: Útilistaverk og áningarstaður í Seljalandsdal.
Helstu verkþættir: Uppsetning á listaverki.
Markmið verkefnisins:
- Nýr áningar- eða áfangastaður
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Umsjónaraðilar/ábyrgðaraðilar: Valdisol ehf. Pálmar Kristmundsson/Elísabet Gunnarsdóttir.
Lónið á Suðureyri
Stutt verkefnalýsing: Bæta aðgengi að lóninu á Suðureyri. Verkefnið gengur út á að bæta aðgengi ferðamanna að þorskunum í lóninu innan við Suðureyri við Súgandafjörð.
Helstu verkþættir: Hönnun og efniskostnaður á bryggju, grjótvarnargarði, uppfyllingu og stíg.
Markmið verkefnisins:
- Öryggissjónarmið
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Sjávarþorp Suðureyrar - Elías Guðmundsson
Neðstikaupstaður
Stutt verkefnalýsing: Verkefnið felst í lóðarhönnun við Neðstakaupstað í samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða. Markmiðið er að bæta aðgengi, flæði og upplifun gesta á svæðinu með áherslu á algilda hönnun, upplýsingagjöf og framtíðarsýn.
Helstu verkþættir:
- Aðgengi og flæði – Móta heildarsýn á lóðarhönnun og hanna stígakerfi með áherslu á aðgengi fyrir alla.
- Setusvæði og dvöl gesta – Auka aðstöðu til dvalar með setusvæðum, leiksvæðum og afmörkun grænna svæða.
- Upplifun gesta – Að hönnun útisvæðið nýtist sem framhald af starfsemi safnsins inni og styrki heildarupplifun gesta. Þetta getur meðal annars falið í sér uppsetningu á safnmunum eða öðrum þáttum sem tengjast þema Byggðasafnsins og sögu svæðisins.
- Samspil við fjöruna – Greina möguleika á tengingu útsvæðis við fjöru, m.a. með litlu mannvirki (t.d. bryggju) til samnýtingar.
- Framtíðarplön – Taka þarf mið af áformum um hús við inngang og mögulegri þjónustu.
Markmið verkefnisins:
- Öryggissjónarmið
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
- Þétting gönguleiða
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Ísafjarðarbær - skipulagsfulltrúi.
Skipulag og hönnun hafna í Ísafjarðarbæ
Stutt verkefnalýsing: Jönnun á útvíkkun hafnarsvæðis m.t.t. skútu og skemmtibáta ferðamanna.
Helstu verkþættir: Skipulag, hönnun.
Markmið verkefnisins:
- Þétting gönguleiða
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
- Öryggissjónarmið
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Ísafjarðarbær - Skipulagsfulltrúi
Skrúður í Dýrafirði
Stutt verkefnalýsing: Hönnun og framkvæmdir við þjónustuhús fyrir ferðamenn við Skrúð í Dýrafirði.
Helstu verkþættir: Uppsetning á þjónustuhúsi.
Markmið verkefnisins:
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Ísafjarðarbær - deildarstjóri umhverfis- og eignasviðs.
Sólsetrið á Þingeyri
Stutt verkefnalýsing: Bygging sólseturs á Þingeyri, sem er í senn samkomustaður og útsýnispallur.
Markmið verkefnisins:
- Heilsársferðaþjónusta
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Umsjónaraðilar/ábyrgðaraðilar: Stýrihópur samkvæmt samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og Pálmars Kristmundssonar arkitekts.
Tankurinn, útilistaverk á Þingeyri
Stutt verkefnalýsing: Framkvæmd og hönnun við Tankinn, liður í uppbyggingu Þingeyrar sem áfangastaðar.
Helstu verkþættir: Skipulag, hönnun, framkvæmd.
Markmið verkefnisins:
- Öryggissjónarmið
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Umsjónaraðilar/ábyrgðaraðilar: Tankur, menningarfélag.
Útsýnispallur af sjóvarnargarði á Flateyri
Stutt verkefnalýsing: Uppbygging og framkvæmd við útsýnispall af sjóvarnargarði við Önundarfjörð. Markmið verkefnisins er að bæta aðgengi að stórbrotnu útsýni út Önundarfjörð og minnka slysahættu.
Helstu verkþættir: Bygging útsýnispalls við Brimnesveg á Flateyri, auk skábrauta og stiga ásamt frágangi á svæðinu. Einnig verður komið upp bekkjum, rennibraut og klifurvegg við og af pallinum. Megináhersla er lögð á algilda hönnun og aðgengi hreyfihamlaðra að mannvirkinu.
Markmið verkefnisins:
- Öryggissjónarmið
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Deildarstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar
Valagil
Stutt verkefnalýsing: Hönnun og framkvæmd við gönguleið og áfangastaðinn Valagil í Álftafirði. Seljalandsdalur er góðursæll dalur með fallegum fossum sem fáir vita af. Verkefnið felst í að auka aðgeingi að svæðinu og er því líklegt til að fá ferðamenn til að stoppa lengur og uppgötva náttúrulegt aðdráttarafl svæðisins svo úr verði nýr áfangastaður.
Helstu verkþættir: Göngustígur og brýr í Seljalandsdal í Álftafirði.
Markmið verkefnisins:
- Öryggissjónarmið
- Náttúruvernd
- Nýr áningar- eða áfangastaður
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Deildarstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.
Víkingasvæðið á Þingeyri
Stutt verkefnalýsing: Uppbygging og framkvæmdir við Víkingasvæðið, liður að uppbyggingu Þingeyrar sem áfangastaðar. Útiaðstaða til hátíðahalda í menningartengdri ferðamennsku á Þingeyri.
Helstu verkþættir: Nauðsynlegt viðhald á núverandi mannvirkjum og til að ljúka uppbyggingu náðhúss á svæðinu.
Markmið verkefnisins:
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Ábyrgðaraðili/umsjónaraðili: Félag áhugamanna um víkingaverkefni á söguslóðum Gísla Súrssonar.
Áfangastaðir fyrir skemmtiferðaskipafarþega í þéttbýli Ísafjarðarbæjar
Stutt verkefnalýsing: Verkefnið miðar að því að bæta móttöku og þjónustu við skemmtiferðaskipafarþega í þéttbýli Ísafjarðarbæjar með heildrænni hönnun og uppbyggingu á móttökuaðstöðu. Eftirfarandi áfangastaðir verða fyrir mikilli aðsókn þegar stórir hópar farþega koma samtímis í land, sem er einkennandi fyrir starfsemi skemmtiferðaskipa. Markmið verkefnisins er að byggja upp innviði sem:
- Mæta grunnþörfum, svo sem salernis- og hvíldaraðstöðu
- Styrkja upplifun með samræmdum upplýsingum og fræðslu
- Skapa heildstæða ímynd Ísafjarðarbæjar sem áfangastaðar
- Tryggja öryggi gesta
Svæði sem verkefnið nær til:
- Aðkoma hópbíla til Flateyrar
- Aðkoma hópbíla til Suðureyrar
- Aðkoma hópbíla til Þingeyrar
- Aðkoma hópbíla að foss í Tungudal á Ísafirði
- Aðkoma hópbíla í Naustahvílft á Ísafirði
- Aðkoma gangandi skemmtiferðaskipafarþega í efri bæ Ísafjarðar (þar á meðal Ofanflóðavarnargarðs)
Helstu verkþættir:
- Hönnun móttökuaðstöðu
- Mótun skipulags fyrir hvern áfangastað með áherslu á algilda hönnun, aðgengi og samræmda ásýnd
- Framkvæmd móttöku aðstöðu: Uppsetning innviða í samræmi við hönnun, þar á meðal salerni, hvíldaraðstöðu
- Samræmd upplýsingagjöf og merkingar: Skilti, leiðarkerfi og fræðsla sem tengir saman náttúru, sögu og bæjarlíf, framsett í einni heildstæðri mynd
- Öryggi og gestaupplifun : Lausnir sem tryggja örugga för gesta og stuðla að jákvæðri upplifun þeirra á hverjum stað
Markmið verkefnisins:
- Öryggissjónarmið
- Þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar
- Nýr áningar- eða áfangastaður
- Jákvæð samfélagsleg áhrif
Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Deildarstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar.