Fara í efni

Laugarhóll og Kotbýli kuklarans í Bjarnafirði

Stutt verkefnalýsing: Verkefnið felur í sér þróun þjóðtrúargöngu frá Laugarhóli og Kotbýli kuklarans, með merkingum, fræðsluskiltum og stafrænum lausnum (QR-kóðar). Gangan tengir saman sögur af Svani galdramanni, Selkollu, Skessustól, Kvíaklettum og fleiri þjóðtrúarstöðum í Bjarnarfirði. Á svæðinu við Gvendarlaug verða gerðar úrbætur á stígum, merkingum og aðstöðu til að tryggja öryggi og menningarlega miðlun. Verkefnið sameinar menningu, sögu og heilsutengda upplifun og styrkir svæðið sem heilsársáfangastað. Markmið:

  1. Þróa og miðla þjóðtrúargöngu sem tengir saman þjóðsögur, galdra og náttúruperlur svæðisins.
  2. Byggja upp Kotbýli kuklarans sem miðstöð fræðslu um galdrahefðir og þjóðtrú.
  3. Gera úrbætur við Gvendarlaug og tryggja öryggi, aðgengi og verndun svæðisins.
  4. Efla heilsutengda ferðaþjónustu með miðlun á aðstöðu fyrir jóga og hugleiðslu í náttúruböðum í samhengi við sögulegan arfleifð. Bjarnarfjörður er þekkt sem eitt mesta þjóðsagnasvæði Íslands þar sem náttúra, saga og þjóðtrú fléttast saman. Þar eru Kotbýli kuklarans og Gvendarlaug hins góða lykiláfangastaðir sem tengjast þjóðtrú, galdrahefðum og dulúðlegum heilunaraðferðum. Með þróun þjóðtrúargöngu og uppbyggingu við Gvendarlaug er hægt að skapa nýjan heilsu- og menningartengdan áfangastað sem hefur skýra sérstöðu á Ströndum.

Helstu verkþættir:

  1. Þátttaka í efnisgerð til að miðla í þjónustuskýlum
    1. Efnisgerð bæklinga, skilta, kort og fræðslu
    2. Fræðsla um galdra, þjóðtrú og sögu Guðmundar góða
    3. Fræðsla um fornar heilsueflandi aðferðir og mátt náttúrulauga
    4. Samantekt á sögulegu efni um vinsælar gönguleiðir
    5. Undirbúningur og efling aðstöðu fyrir móttöku hópa og leiðsögn
  2. Heilsutengd ferðaþjónusta / náttúruböð
    1. Kynna Gvendarlaug hins góða sem jóga og heilsueflandi paradís allt árið í kring
    2. Uppsetning hvíldarpalla og aðstöðu til heilsumeðferða
    3. Menningarleg miðlun um tengingu Gvendarlauga við Guðmund góða og trúarhefðir
    4. Kynna berskjalda útisturtu á kletti við Hvamm.
    5. Segja sem minnst um leynilaugar á Svanshóli, en kynna Kirsuberjahúsið og Onsen verkefnið við gamla gróðurhúsið
  3. Miðlun sögutengdar ferðaþjónusta, list og menning
    1. Kotbýli kuklarans, bústaður almúgans á tímum galdrabrenna
    2. Goðdalur: minnisvarði um snjóflóð 1948, hofið, hlautbollinn, drekinn
    3. Svanur galdramaður, galdraþokan, Svansgjá, Njálssaga
    4. Selkollusteinn, hvarf barns og ófreskjan hún Selkolla
    5. Álagastaðir s.s. Kvíaklettar, Goðdalur ofl.
    6. Skarðsrétt, kirkjan, gamla verksmiðjan og bryggjan á Kaldrananesi
    7. Nesströndin og sagan um rekaviðinn frá Síberíu og margt fleira
  4. Leiðarmerkingar og upplýsingaskilti
    1. Uppsetning fræðsluskilta við Kotbýli kuklarans og Gvendarlaug, samhliða upplýsingum í þjónustuhúsi
    2. Gerð stafræns efnis fyrir Þjóðtrúargönguna með tengingu við Galdrasafnið (Njálssaga, Svan galdramann, Stakkasteinn, Svansgjá, Selkollustein, Kvíakletta, Goðafoss, Goðdal (Hlautbollann)
    3. Merking gönguleiða, hjólaslóða og náttúruperlur (Töflu á Hólsfjalli, Þverárgljúfur, vörðuð leið yfir Bjarnarfjarðarháls, Bæjarskarð að móbergsdröngum í klettabelti, Nesströndin (rekaviður, listaverkaslóði), gönguskíðaslóðar um Trékyllisheiði, Hallardal og skóginn á Svanshóli, Fossagangan um Asparvíkurdalur, en einnig Goðafoss, Þverárgljúfur, Goðdal og Blæju, svo eitthvað sé nefnt.)
  5. Öryggismál og stýring ferðamanna
    1. Göngustígagerð og GPS hnitun gönguleiða
    2. Stýring ferðamannastraums með gönguleiðum og skilti
    3. Bætt öryggi við Gvendarlaug (stígar, handrið, merkingar)
    4. Áhættumat fyrir gönguleiðina og viðbragðsáætlun
    5. Merkingar við hættusvæði (fossa, laugar, brattar leiðir)
    6. Skiltagerð, verndun og úrbætur við Gvendarlaug hina fornu
  6. Samfélagslegur ávinningur
    1. Ný menningar- og heilsutengd upplifun sem eykur aðdráttarafl svæðisins
    2. Atvinnusköpun í leiðsögn, fræðslu og þjónustu
    3. Aukið stolt heimamanna yfir þjóðtrú, menningararfi og náttúru

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Náttúruvernd
  • Heilsársferðaþjónusta
  • Þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar
  • Nýr áninga- og áfangastaður
  • Þétting gönguleiða
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðilar/ábyrgðaraðilar: Kaldrananeshreppur í samvinnu við Hótel Laugarhól (Remote Iceland) og Kotbýli kuklarans (Standagaldur)

Pottarnir á Drangsnesi

Stutt verkefnalýsing: Úrbætur á aðgengi, hönnun svæðis og uppbygging við fjörupottana á Drangsnesi.

Fjörupottarnir á Drangsnesi eru einn vinsælasti áningarstaður ferðamanna á Ströndum. Þeir sameina náttúru, samfélag og heilsutengda upplifun á einstakan hátt. Hins vegar eru aðgengi, innviðir og aðstaða ferðamanna takmörkuð miðað við fjölda gesta. Nauðsynlegt er að efla öryggi, aðstöðu og skipulag svæðisins til að mæta vaxandi álagi.

Markmið:

  1. Tryggja öruggt og gott aðgengi að pottunum allt árið
  2. Efla upplifun gesta með hönnun og skipulagi svæðisins
  3. Vernda náttúru og samfélag með sjálfbærri uppbyggingu
  4. Styrkja pottana sem miðlægan áfangastað í heilsutengdri ferðaþjónustu á Ströndum.

Verkefnið felur í sér úrbætur á öryggi, aðkomu og hönnun svæðisins í heild. Þar á meðal bílastæði, stíga, salernisaðstöðu, merkingar og hönnun svæðisins með tilliti til náttúruverndar og samfélags. Jafnframt verði lögð áhersla á að skapa rými sem hentar jafnt heimamönnum sem ferðamönnum og undirstrikar einstaka tengingu pottanna við samfélagið.

Helstu verkþættir:

  1. Þjónustuskýli / Gestaaðstaða
    1. Betrumbæta salernis- og sturtuaðstöðu og svæði til að skipta um föt
    2. Fræðsluskilti um jarðhita og sögu pottanna
    3. Nestiskrókar og skjól
  2. Leiðarmerkingar og upplýsingaskilti
    1. Merkingar um reglur, öryggi og ábyrgð notenda
    2. Fræðsla um jarðhitann sem fannst á Drangsnesi, sögu pottanna og menningarlegt gildi þeirra
  3. Öryggismál og stýring ferðamanna
    1. Bætt lýsing og göngubraut frá skiptiaðstöðu að pottunum
    2. Öryggismerkingar (hitastig, umgengni, leiðbeiningar, nátúruvernd)
  4. Uppbygging og úrbætur á svæðinu
    1. Skipulag og hönnun bílastæða
    2. Endurgerð þrepa niður að pottunum og jafnvel sjó
    3. Umhverfisvæn hönnun sem fellur að landslagi og fjörunni
  5. Samfélagslegur ávinningur
    1. Aukin öryggis- og vellíðunarupplifun fyrir heimamenn og gesti
    2. Pottarnir verða áfram táknmynd samfélagsins og heilsu á Ströndum
    3. Sköpun starfa í tengslum við viðhald, þjónustu og leiðsögn
    4. Styrkt sjálfbær heilsársferðaþjónusta í sveitarfélaginu

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Náttúruvernd
  • Heilsársferðaþjónusta
  • Þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar
  • Nýr áningar- eða áfangastaður
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Kaldrananeshreppur

Grímsey - Hönnun og uppbygging áfangastaðar, úrbætur á aðgengi í eyjuna og miðlun upplýsinga.

Verkefnið felur í sér hönnun og uppbyggingu aðstöðu í Grímsey og við höfnina á Drangsnesi. Þar með talið úrbætur á aðgengi í eyjuna (ferðir, bátar, aðkomumannvirki), uppbyggingu göngustíga, útsýnispalla og fræðsluskilta á lykilsvæðum. Þróuð verða gönguleiðir með áherslu á fuglalíf og þjóðsögur, auk stafrænna lausna (kort, QR-kóðar, miðlun). Verkefnið leggur einnig áherslu á náttúruvernd og að draga úr álagi með stýringu ferðamannastraums.

Markmið - Efla Grímsey sem sjálfbæran og skipulagðan áfangastað. - Bæta aðgengi að eyjunni og öryggi gesta. - Miðla upplýsingum um náttúru, fuglalíf, þjóðsögur og menningu. - Vernda viðkvæmt vistkerfi og byggja upp stýringu ferðamanna. Grímsey við Drangsnes er ein þekktasta lundaeyja Íslands og sérstakur áfangastaður á Ströndum. Hún hefur ríka sérstöðu með fjölskrúðugu fuglalífi, þjóðsögum (Kerlingin og Nautið), náttúruperlum eins og Malarhorni og jarðfræðilegum undrum. Á eyjunni er einnig að finna menningarminjar, s.s. vitann sem sprengdur var í seinni heimstyrjöld og sögur af refarækt og hlunnindum. Ferðamannastraumur til eyjarinnar fer vaxandi, en aðgengi, öryggi og miðlun upplýsinga er ófullnægjandi miðað við sérstöðu og mikilvægi staðarins.

Helstu verkþættir: 1. Þáttaka í efnisgerð sem miðluð er í Þjónustuskýlum a) Upplýsingar og fræðslumiðlun í þjónustuhúsi á Drangsnesi fyrir ferðir í Grímsey. b) Fræðsla um fuglalíf, þjóðsögur og jarðfræði eyjarinnar (t.d. Malarhorn, Kerlinguna, Nautið, vitann, fuglabyggðir). c ) Móttökuaðstaða fyrir hópa og skipulagðar ferðir í eyjunni. d) Leiðarmerkingar og upplýsingaskilti e) Uppsetning korta og leiðarvísa á eyjunni f) Útsýnispallar fyrir náttúruskoðun. g) QR-kóðar og stafrænt efni með upplýsingum um sögu og náttúru. 2. Öryggismál og stýring ferðamanna a) Skipulag og merkingar við viðkvæm svæði (fuglabyggðir, brattar leiðir, sjávarklettar). b) Viðbragðsáætlun vegna fjölda ferðamanna og ferðaþjónustu. c) Stýring á ferðamannastraumi með göngustígum og leiðarmerkjum. d) Uppbygging og úrbætur á aðgengi e) Úrbætur á aðkomu í eyjuna (ferðir með báti, lendingaraðstaða). f) Uppbygging stíga og palla á helstu stöðum. g) Hönnun aðstöðu sem fellur vel að landslagi, þolir veðurálag og verndar vistkerfi. 3. Samfélagslegur ávinningur a) Áfangastaður sem dregur ferðamenn að Ströndum. b) Aukin atvinna í leiðsögn, siglingum og fræðslu. c) Styrking samfélagsins á Drangsnesi sem þjónustumiðstöð. d) Vernd fuglalífs og miðlun menningararfs sem eykur stolt heimamanna.

Markmið verkefnisins: Öryggissjónarmið, Náttúruvernd, Þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar, Nýr áninga- eða áfangastaður, þétting gönguleiða, jákvæð samfélagsleg áhrif.

Drangsnes – Þjónustuskýli og upplýsingamiðlun við höfnina

Drangsnes er eitt minnsta sjávarþorp Íslands, þekkt fyrir sjópottana við sjávarsíðuna, nálægð við Grímsey, fuglalíf, sjávarminjar og sögur af tröllum. Svæðið er mikilvægur áningarstaður fyrir ferðamenn sem sækja Strendur heim, og þjónustuhús við höfnina getur orðið lykillinn að betri móttöku og miðlun. Markmið: a)Byggja upp þjónustuhús/miðstöð sem veitir ferðamönnum aðgengi að salerni, upplýsingum og nestisaðstöðu. b) Miðla upplýsingum um helstu náttúruperlur: Grímsey, Malarhorn, Bæjarfell, Kerlingu, Gunnustaðargróf, Bjarnarnes, o.fl. c) Efla Drangsnes sem heilsársáfangastað með áherslu á náttúru, sögu og samfélag. Verkefnalýsing Þjónustuhúsið verður staðsett á plani til hliðar við höfnina. Það mun hýsa salerni, upplýsingaaðstöðu, skilti og fræðslu um svæðið. Þar verður miðlun til gesta um náttúru, sögu og menningu staðarins, ásamt aðstöðu fyrir leiðsögn, gönguferðir og ferðir til Grímseyjar.

Helstu verkþættir: 1. Þjónustuskýli / Gestamiðstöð a) Byggja þjónustuhús við höfnina með salerni, nestisaðstöðu og upplýsingamiðlun. b) Innviðir: vatn, rafmagn og fráveita tryggð. c) Fræðsluaðstaða: kort, upplýsingar um Grímsey, Malarhorn, Bæjarfell, Kerlingu, hjólaslóðir og fuglalíf. d) Aðstaða fyrir móttöku fyrir hópferðir með leiðsögn til Grímseyjar. 2. Leiðarmerkingar og upplýsingaskilti a) Skilti, kort og gps staðsetningar fyrir gönguleiðir: Bæjarfell, Bæjarháls, Malarhorn, Gunnustaðagróf, Kvennfélagsgarð, Selströnd, Hamarsháls, Pyttasundshæðir ofl. b) Hjólaslóðir kynnta á korti (Neshringurinn) c) Útsýnispallur og merkingar fyrir fuglaskoðun í Grímsey. d) Söguskilti um menningarminjar: þurrkhjalla, verstöðvar, Biskupsbrunn og Kvennfélagsgarð. 3. Öryggismál og stýring ferðamanna a) Öryggismerkingar við sjópottana og höfnina. b) Bættir stígar og öruggt aðgengi að gönguleiðum. c) Stýring ferðamannastraums á viðkvæmum stöðum (fuglabyggðir í Grímsey, Selströnd). d) Viðbragðsáætlun vegna fjölda ferðamanna (bílastæði, aðgengi, salerni). 4. Uppbygging og úrbætur a) Sjópottarnir við sjávarsíðuna: áframhaldandi endurbætur á aðstöðu fyrir sjóböð, listaverk og menningartengda viðburði. b) Endurbygging og varðveisla menningarminja: þurrkhjallar, hákarlahjallur, hrognkelsasaga Stranda. d) Úrbætur við hafnarsvæðið sem móttökustað ferðamanna. 5. Samfélagslegur ávinningur a) Ný störf í þjónustu og leiðsögn (gönguferðir, fuglaskoðun, bátsferðir). b) Aukin þátttaka heimamanna í menningar- og heilsutengdri ferðaþjónustu. c) Styrking samfélagsins með auknu stolti yfir sögu og náttúru. d) Sjálfbær þróun með upplýsingamiðlun og heilsársnotkun svæðisins.

Markmið verkefnisins: Öryggissjónarmið, náttúruvernd, heilsársferðaþjónusta, þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar, nýr áninga- eða áfangastaður, þétting gönguleiða, jákvæð samfélagsleg áhrif

Bjarnarfjörður – Þjónustuskýli og upplýsingamiðlun við Laugarhól

Verkefnalýsing Sveitarfélagið hyggst koma upp þjónustuskýli á plani fyrir neðan Laugarhól. Þar verður aðstaða með salerni, nestiskrók og fræðslu- og upplýsingaskiltum. Þjónustuskýlið verður hliðarstöð við helstu náttúruperlur svæðisins og miðstöð fyrir gönguferðir og upplifun tengda sögunni. Markmið: Byggja upp þjónustuskýli sem sameinar þjónustu, öryggi og fræðslu fyrir ferðamenn. - Tryggja aðgengi fyrir ferðamenn allt árið með upplýsingjagjöf allt árið í kring - Styðja við heilsutengda ferðaþjónustu og styrkja svæðið sem áfangastað í sjálfbærri þróun ferðaþjónustu á Ströndum. Bjarnarfjörður er svæði þar sem náttúra, saga og þjóðtrú fléttast saman. Þar er að finna Gvendarlaug, Kotbýli kuklarans, Skessustól, Svansgjá, Töflu, Skarðsrétt, Goðdal, Goðafoss, Svanshól og tengdar gönguleiðir sem gera svæðið einstakt. Ferðamenn sækja Laugarhól heim fyrir heitu laugina, nálægð við náttúruna og sögurnar sem tengjast svæðinu. Til að mæta vaxandi álagi og eftirspurn þarf að efla upplýsingamiðlun, þjónustu og fræðslu, aðgengi og öryggi.

Helstu verkþættir: 1. Þjónustuskýli / Gestamiðstöð a) Hönnun og skipulagning þjónustuplans fyrir neðan Laugarhól. b) Hönnun og bygging þjónustuskýlis/lítillar gestamiðstöðvar með salerni, nestisaðstöðu og fræðslurými. c) Uppsetning innviða: vatn, rafmagn, fráveita, bílahleðslustöðvar. d) Innra skipulag: fræðsluskilti, kort, leiðbeiningar, setuaðstaða. e) Samþætting við Gvendarlaug og Kotbýli kuklarans sem menningar- og náttúruupplifun. 2. Leiðarmerkingar og upplýsingaskilti a) Kort og sameinað upplýsingakerfi fyrir allt svæðið. b) Uppsetning leiðarmerkja að helstu náttúruperlum: Goðafoss, Skessustóll, Svanshóll, Bjarnarfjarðarháls. c) Hönnun og miðlun „þjóðtrúargöngu“: söguskilti, QR-kóðar og stafræn miðlun tengd sögnum um galdra, tröll og þjóðtrú. d) Samþætting við skilti og leiðsögn annarra áfangastaða í hreppnum. 3. Öryggismál og stýring ferðamanna a) Öryggismerkingar við vegi, gönguleiðir og náttúruperlur. b) Uppbygging stíga og brúa þar sem álag er mikið eða náttúra viðkvæm. c) Stýring ferðamannastraums með leiðarvísum til að draga úr ágangi á viðkvæm svæði. d) Áhættumat fyrir svæðið og viðbragðsáætlun vegna öryggismála (t.d. við fossar, brattar leiðir, vatnshætta). 4. Uppbygging og úrbætur við Gvendarlaug a) Endurbætur á aðgengi að laugum og böðum. b) Verndun jarðhitasvæðisins með stýrðum stígum og upplýsingaskiltum. c) Menningarleg miðlun: söguleg tenging við Guðmund góða og trúarhefðir. d) Uppsetning upplýsingamiðlunar fyrir heilsutengda ferðaþjónustu allt árið. 5. Samfélagslegur ávinningur a) Atvinnusköpun fyrir heimamenn í ferðaþjónustu, leiðsögn og viðburðahaldi. b) Aukið öryggi og stolt heimamanna yfir menningararfi og náttúru svæðisins. c) Þróun nýrrar og sjálfbærrar heilsársferðaþjónustu á Ströndum.

Markmið verkefnisins: Öryggissjónarmið, náttúruvernd, heilsársferðaþjónusta, þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar, nýr áninga- eða áfangastaður, þétting gönguleiða, jákvæð samfélagsleg áhrif.

Hveravík – Þjónustumiðstöð til miðluna upplýsingamiðlun

Verkefnið felur í sér að efla þjónustumiðstöðina sem er núþegar til staðar í Hveravík sem upplýsingamiðlun með fræðslu um náttúru, sögu og menningu. Unnið verður að efnisgerð fyrir kort, leiðarvísa, stafrænuefni og QR-kóða sem vísa ferðamönnum á helstu náttúruperlur og minjasvæði. Þar á meðal fugla- og hvalaskoðunarsvæði, jarðhitasvæðið við Strákatanga, gönguleiðir um Pyttasundshæðir, Hamarsháls og Sandnesháls. Verkefnið miðar að því að skapa samræmda heildarupplifun fyrir ferðamenn, bæta öryggi með merkingum og stýringu, og vernda viðkvæm svæði með uppbyggingu stíga og hvíldaraðstöðu. Markmið : - Efla núverandi þjónustuskýli þannig að það verði miðstöð upplýsinga og fræðslu fyrir gesti. - Miðla sögu, náttúru og menningu Hveravíkur með kortum og stafrænum lausnum. - Tryggja gott aðgengi og öryggi fyrir ferðamenn. - Styrkja Hveravík sem sjálfbæran heilsársáfangastað í ferðaþjónustu. Hveravík er söguríkt og náttúruvænt svæði í Kaldrananeshreppi sem sameinar jarðhita, menningarminjar og fjölbreytta náttúru. Þar er að finna minjar um hvalstöð Baskanna, gömlu sundlaugina, sérstök jarðhitasvæði eins og Girðishver og mikilvægar minjar við Strákatanga. 

Helstu verkþættir: 1. Efling gestamiðstöðvar a) Efla upplýsingamiðlun í Hveravík sem gerð sameiginlegs miðlunarefnis fyrir sveitarfélagið. b) Áhersla á efni um jarðhita, fuglalíf, hvalaskoðun, baska og menningarminjar. c) Kynna aðstöðu, s.s. salerni, nestisaðstöðu, setulaug, aðgang að kortum og stafrænum upplýsingum (QR-kóða). d) Aðstaða fyrir móttöku hópa, leiðsögn og skipulagðar ferðir á svæðinu. 2. Leiðarmerkingar og upplýsingaskilti a) GPS-hnitun gönguleiða b) Uppsetning korta og leiðarvísa fyrir gönguleiðir um svæðið (t.d. Pyttasundshæðir, Hamarsháls, Sandnesháls). c) Fræðsluskilti um minjar: hvalstöð Baskanna, gömlu sundlaugina í Hveravík. d) Merkingar við helstu náttúruperlur: jarðhitasvæðið við Strákatanga, fuglaskoðunarsvæði, Grímsey, Reykjarnes og Grænanes (selaskoðun) ofl e) QR-kóðar og stafræn miðlun til að vísa gestum á sögur, staði og gönguleiðir. 3. Öryggismál og stýring ferðamanna a) Merkingar við hættu- og verndarsvæði (jarðhitasvæði, brattar leiðir, sellátur, fuglabyggðir). b) Skipulag göngustíga og stýring umferðar ferðamanna að viðkvæmum náttúru- og minjasvæðum. c) Viðbragðsáætlun vegna aukins álags á svæðið. d) Samstarf við ferðaþjóna um umhverfismál og sjálfbæra ferðamennsku. 4. Uppbygging og úrbætur a) Endurbætur á þjónustuskýli til að tryggja aðgengi allt árið. b) Bæklingargerð, uppsetning korta og útsýnispalla á lykilsvæðum (fugla- og hvalaskoðun). c) Stígagerð og merkingar gönguleiða d) Aðgengi fyrir alla ferðamenn, þar á meðal fjölskyldur og eldri gesti. e) Hnitmiðuð þróun gönguleiða sem tengja Hveravík við aðliggjandi svæði (Bjarnarfjörð, Drangsnes). 5. Samfélagslegur ávinningur a) Aukin nýting á svæðinu með skipulögðum leiðsögn og menningartengdri ferðaþjónustu. b) Sköpun nýrra starfa fyrir heimamenn í leiðsögn, fræðslu og þjónustu. c) Verndun menningarminja (hvalstöð, sundlaug, baskasaga) og efling sjálfsmyndar svæðisins. d) Stuðningur við heilsársferðaþjónustu á Ströndum með nýjum áfangastað.

Markmið verkefnisins: Öryggissjónarmið, náttúruvernd, jákvæð samfélagsleg áhrif