Fara í efni

Kaldalón

Stutt verkefnalýsing: Uppbygging Kaldalóns sem áfangastaðar með tengingu við Drangajökul. Koma á samstarfi landeigenda, núverandi ferðaþjóna og sveitarfélags um þróun og hönnun áfangastaðarins.

Helstu verkþættir:

  • Samtal og samkomulag milli hagsmunaaðila
  • Hönnun áfangastaðarins
  • Hönnun og framkvæmd áningarstaðar
  • Tryggja öryggi ferðamanna á svæðinu
  • Hanna gönguleiðir og tryggja þannig að troðningur myndist ekki á náttúru og stýra þannig umferð ferðamanna innan áfangastaðarins
  • Merking leiða

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Náttúruvernd
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð. 

Listaverkaslóð við Sævang

Stutt verkefnalýsing: Uppbygging og áframhaldandi þróun listaverkaslóðar og áfangastaðar í landi Kirkjubóls.

Helstu verkþættir:

  • Halda áfram að þróun og framkvæmd verkefnisins
  • Bæta úr merkingu að áfangastaðnum
  • Leggja áherslu á listir, menningu og sögu sem tengist svæðinu
  • Stýra ferðamönnum á slóðir að listaverkum til að minnka ágang að náttúru og fuglalífi

Markmið verkefnisins:

  • Heilsársferðaþjónusta
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð og ferðaþjónar á svæðinu. 

Sæluhús á Steingrímsfjarðarheiði

Stutt verkefnalýsing: Hönnun, uppbygging og þróun áfanga- og áningarstaðar með tilliti til umferðaöryggis og miðlun upplýsinga.

Helstu verkþættir:

  • Tryggja öryggi ferðamanna og útbúa bílastæði
  • Stuðla að náttúruvernd með því að útbúa svæði til að leggja bílum svo ekki þurfi að leggja á miðri Steingrímsfjarðarheiði eða keyra inn á gróður
  • Miðlun upplýsinga með upplýsingaskilti
  • Áframhaldandi uppbygging sæluhússins

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Náttúruvernd
  • Heilsársferðaþjónusta

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð og Vegagerðin. 

Tjaldsvæðið á Hólmavík

 Stutt verkefnalýsing: Áframhaldandi uppbygging og endurbætur á tjaldsvæðinu á Hólmavík með möguleika á endurhönnun á svæðinu.

Helstu verkþættir:

  • Uppbygging tjaldsvæðisins
  • Endurhönnun á tjaldsvæði og framkvæmdir til að fylgja hönnuninni eftir
  • Tenging við ferðaþjónustusvæði og ferðaaðila á svæðinu
  • Uppbygging ferðaþjónustureits
  • Mögulegar tilfæringar á salernisaðstöðu og mögulega gerð nýrrar þjónustumiðstöðvar til ferðamanna
  • Merking leiða
  • Hönnun gönguleiða um og í kringum tjaldsvæðið
  • Tryggja öryggi ferðamanna

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Heilsársferðaþjónusta
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð og ferðaþjónar á svæðinu.

Hafnarsvæðið á Hólmavík

Stutt verkefnalýsing: Breyting hafnarsvæðis og aðskilnaður ferðaþjónustu frá vinnusvæði. Gera nýtt svæði á hafnarsvæðinu á Hólmavík til að aðgreina ferðaþjónustu frá vinnusvæði tengt sjávarútvegi. Með aðskildu svæði er hægt að tryggja öryggi ferðamanna og gera örugga leið fyrir ferðaþjóna og skemmtiferðaskip til að veita sína sjótengdu afþreyingu. 

Helstu verkþættir:

  • Hönnun á svæðinu
  • Setja upp nýja flotbryggju ætlaða ferðaþjónustu og vinna sem fylgir því
  • Aukning bílastæða ásamt mögulega frekari þjónustu við ferðamenn, eins og salernisaðstöðu
  • Skiltagerð, merking ferðasvæðis
  • Öryggisráðstafanir í kringum höfnina

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð og Vegagerðin.

Þiðriksvallavatn

Stutt verkefnalýsing: Hanna og gera bætta göngu- og hjólaleið umhverfis Þiðriksvallavatn.

Helstu verkþættir:

  • Hönnun svæðis
  • Framkvæmd göngustíga- og hjólastígagerðar
  • Merking gönguleiðar

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Nttúruvernd
  • Þétting gönguleiða
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð.

Göngu- og hjólaleiðir á/við Hólmavík

Stutt verkefnalýsing: Uppbygging, merking og kortlagning gönguleiða á og við Hólmavík. 

Helstu verkþættir:

  • Uppbygging gönguleiða
  • Merking gönguleiða
  • Kortlagning gönguleiða
  • Upplýsingaskilti um helstu göngu- og hjólaleiðir í sveitarfélaginu

Markmið verkefnsins:

  • Öryggissjónarmið
  • Náttúruvernd
  • Þétting gönguleiða
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð

Þjóðsagnaslóð, sagnatengd ferðaþjónusta og galdraslóð á Ströndum

Stutt verkefnalýsing: Miðlun þjóðsagna og galdrasögu á Ströndum og ferðaþjónusta sem á sögulegum stöðum. 

Helstu verkþættir: Uppbygging, hönnun, kortlagning galdraslóðar sem nær allar Strandirnar, milli sveitarfélaga. Tengist t.d. Galdrasafninu og Kotbýli kuklarans ásamt mögulega fleirum. Samþættir listir, menningu og sögu og skapar þannig ný tækifæri í ferðaþjónustu. 

Markmið verkefnisins:

  • Heilsársferðaþjónusta
  • Þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar
  • Nýr áninga- eða áfangastaður
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð og ferðaþjónar á svæðinu. 

Drangajökull

Stutt verkefnalýsing: Náttúruperla með möguleika á leiðsögn og fræðslu ásamt öruggu aðgengi að jöklinum.

Helstu verkþættir:

  • Hönnun gönguleiða
  • Framkvæmd hönnunar
  • Merking gönguleiðar
  • Upplýsingaskilti áfangastaðar
  • Útbúa viðbragðsáætlun til að stuðla að öryggi ferðamanna
  • Möguleg uppbygging á aðstöðu

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Strandabyggð og ferðaaðilar ásamt félagasamtökum á svæðinu