Fara í efni

Flatey

Stutt verkefnalýsing: Uppbygging stíga umhverfis eyjuna, merkingar og miðlun upplýsinga.

Markmið verkefnisins:

  • Öryggissjónarmið
  • Náttúruvernd
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Reykhólahreppur, verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.

Kúalaug við Reykhóla

Stutt verkefnalýsing: Útbúin verður hringleið um svæðið sem er á köflum malarstígar og á köflum timburstígar. Stór hluti hringleiðarinnar er yfir Kúalaug sjálfa og er sá kafli allur á timburbryggju. Útskot verður á timburbryggjunni yfir Kúalaug með aðstöðu fyrir fótalaug. Auk timburstígsins yfir Kúalaug verða tvær minni timburbrýr þar sem stígur þverar læki. Á malarhluta hringleiðarinnar verður á einum stað útskot með bekkjaborði þar sem hægt er að setjast niður. Frá áningarstaðnum er útsýni yfir Kúalaug til vesturs. Gerð verða 10 bíla stæði, þar af eitt fyrir hreyfihamlaða. Hjólabogar verða auk þess staðsettir á norður hlið bílastæðisins. Áningarstaðurinn er timburpallur sem er aðgengilegur fyrir alla .

Helstu verkþættir: Gerð bílastæðis, áningastaðar og timburstígs yfir Kúalaug með aðstöðu til fótabaða. 

Markmið verkefnisins:

  • Þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar
  • Nýr áninga- eða áfangastaður
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Reykhólahreppur, verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.

Langavatn við Reykhóla

Stutt verkefnalýsing: Áframhaldandi uppbygging göngustíga og útsýnispalla, merkingar og miðlun upplýsinga.

Markmið verkefnisins:

  • Þjónustunet Vestfjarðaleiðarinnar
  • Þétting gönguleiða
  • Jákvæð samfélagsleg áhrif

Umsjónaraðili/ábyrgðaraðili: Reykhólahreppur, verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.