Á Vestfjörðum má finna fjöldan allan af tjaldsvæðum víðsvegar um svæðið.
Hér að neðan er listi yfir öll tjaldstæði á Vestfjörðum.
Tjaldsvæðið í Bolungarvík
Tjaldsvæði Bolungarvíkur er við Sundlaug Bolungarvíkur.
Þjónustuhús fylgir tjaldsvæðinu en þar er matsalur fyrir gesti tjaldsvæðins með eldunaraðstöðu.
Einnig er þvottaaðstaða í þjónustuhúsinu með þvottavél og þurrkara og salernis- og snyrtiaðstaða en á opnunartíma sundlaugarinnar er einnig hægt að nýta salerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn, útisnúrur og kolagrill.
Í næsta nágrenni er ærslabelgur, sparkvöllur, hreystivöllur, frisbígolfvöllur og golfvöllur.
Verð 2023Fullorðinn (16 ára og eldri): 1.800 krBörn 15 ára og yngri: fríttAukagjald fyrir fyrstu nótt: 800 kr.Rafmagn: 1.000 kr á sólarhringÞvottavél: 1.100 krSturta í Árbæ: 400 krFrí gisting fjórðu hverja nótt.Á tjaldsvæði Bolungarvíkur gildir útilegukortið. Þá fá meðlimir FÍB afslátt.
View
Hótel Flókalundur
Hótel Flókalundur er lítið fjölskyldurekið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Hótelið er miðsvæðis á Vestfjörðum og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsfjórðungsins.
Vatnsfjörður er friðland og þekktur fyrir náttúrufegurð og fjölbreytt lífríki. Þar er mikil veðursæld og því gaman að njóta útiveru í gróðurríkum firðinum.
Sendu okkur tölvupóst til að fá nánari upplýsingar.
Hótel Flókalundur er opinn frá 20. maí - 15. september
GistingHótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 27 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í tveimur af herbergjunum.
VeitingarVeitingasalur er opinn frá 7:30 til 23:00. Morgunverðarhlaðborð er frá 7:30 til 10:00 og í hádegi er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttaseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Hægt er að fá mat af kvöldverðarmatseðli og smáréttaseðli til 21:00. Barinn er opinn til 23:00.
BensínstöðHægt er að kaupa eldsneyti af sjálfsala.
TjaldsvæðiTjaldsvæði er stutt frá hótelinu þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.
View
Ferðaþjónustan Urðartindur
Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.
Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.
Verð á tjaldsvæði 2023Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.Verð fyrir börn: FríttRafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.Hleðslustöð fyrir bíla
Opnunartími1. júní til 15. september
View
Hótel Laugarhóll
AÐSTAÐA
Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.
Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,
AFÞREYING
Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.
VEITINGASTAÐUR
Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.
KOTBÝLI KUKLARANS
Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.
GVENDARLAUG HINS GÓÐA
Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.
GVENDARLAUG HIN FORNA
Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.
STAÐSETNING
Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.
View
Tjaldsvæðið Flateyri
Flateyri við norðanverðan Önundarfjörð er dæmigert íslenskt sjávarþorp. Þar er þó öll helsta þjónusta í boði fyrir tjaldsvæðagesti, sundlaug, íþróttahús, verslun og veitingastaður eru í innan við 5 mínútna göngufjarlægð frá tjaldsvæðinu.
Tjaldsvæði á Flateyri er u.þ.b. 0.4 ha í stærð. Það stendur við tignarlegan snjóflóðavarnargarðinn á Flateyri, en á honum er útsýnispallur með afbragðs útsýni yfir Önundarfjörðinn. Þá er fallegt lón steinsnar frá tjaldsvæðinu þar sem nýlega var byggð svokölluð Einarsbryggja sem hentar vel þeim sem vilja sigla fjarstýrðum bátum.
View
Grettislaug
Á Reykhólum má finna frábæra sundlaug sem heitir Grettislaug. Við hlið sundlaugarinnar er að finna tjaldsvæði sem er opið yfir sumarið.
View
Sundlaug Tálknafjarðar
Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Þar er 25 metra útilaug, tveir heitir pottar, sauna, kaldur pottur, vaðlaug og rennibraut. Í húsinu er einnig að finna tækjasal og stóran sal sem hægt er að leigja.
Við íþróttamiðstöðina er tjaldsvæði Tálknafjarðar en það er opið frá 1. júní – 1. september. Á tjaldsvæðinu er eldhúsaðstaða allan sólarhringinn, útigrill, salerni og sturtur. Einnig er hægt að setja í þvottavél og þurrkara gegn gjaldi.
Allir hjartanlega velkomnir, alltaf heitt á könnunni.
Hægt er að hafa samband á ýmsan hátt: Sími: 456-2639 Netfang: sundlaug@talknafjordur.is Facebook síðan okkar er hér:
Vetraropnun: 09.00-19.00 virka daga og 11.00-14.00 á laugardögum, lokað sunnudaga
Sumaropnun: 09.00-21.00 virka daga og 10.00-19.00 um helgar.
ATH: Sölu lýkur 30 mínútum fyrir lokun. Gestir eru góðfúslega beðnir að fara uppúr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.
View
Tjaldsvæðið Tungudal
Tjaldsvæðið er í um 900 m fjarlægð frá Skutulsfjarðarbraut. Bunárfoss liggur í gegnum svæðið og skiptir því í tvo hluta, annar hlutinn er ætlaður húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum og hinn hlutinn er ætlaður tjöldum. Á svæðinu er gott aðgengi að rafmagni, sléttar flatir og svæðið er mjög skjólsælt.Á svæðinu eru tvö þjónustuhús. Í efra húsinu er móttaka, snyrtingar og sturta.Neðra húsið var byggt árið 2011, þar er að finna kvenna- og karlasnyrtingar, sturtur, snyrtingu með sturtu ætlaða hreyfihömluðum og þvottaaðstöðu með þvottavél og þurrkara. Þar er einnig eldhús með helluborði, örbylgjuofni, brauðrist, hraðsuðukatli og borðaðstöðu.Á svæðinu er leiksvæði fyrir börn.
Verð 2024:Fullorðnir:: 2.450 krEldri borgarar (65 ára og eldri): 1.500 kr.Börn, yngri en 15 ára: ókeypis. Rafmagn: 1.300 kr sólarhringurinnSkattur: 333 kr.
Sturtur eru innifaldar í verðinu.
Þvottavél: 1100 kr. (klink)Þurrkari: 100 kr hverjar 6 mínútur.Þvottaduft: 100 kr
View
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.
Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.
Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.
Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
View
Tjaldsvæðið Bíldudal
Tjaldsvæðið á Bíldudal er staðsett niðri við sjó við íþróttahúsið Byltu. Tjaldsvæðið er búið salernum, köldu og heitu vatni, þvottavél og þurrkara. Rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Í íþróttahúsinu er góð baðaðstaða og heitur pottur.
Verð 2023:Fullorðnir (15 ára og eldri): kr. 1.650 á mannBörn að 15 ára: Frítt
3ja daga dvöl: kr. 3.460 á mann6 daga dvöl: kr. 6.910 á mannVikudvöl: kr. 8.060 á mann
Rafmagn hvern sólarhring: kr. 1.420Þvottavél og þurrkari: kr. 1.540 hvert skipti
View
Tjaldsvæðið Patreksfirði
Tjaldsvæðið á Patreksfirði er staðsett við Félagsheimili Patreksfjarðar sem sést vel þegar komið er inn í bæinn. Góð aðstaða er í félagsheimilinu fyrir tjaldsvæðið, svo sem salerni, þvottavél og aðstaða til eldunar og þvotta. Rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Hægt er að fá leigðan sal og eldhúsaðstöðu fyrir hópa. Hægt er að fara í sturtu í sundlauginni á Patreksfirði, afsláttur er fyrir gesti tjaldsvæðisins.
Aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla.
Verð 2023Fullorðnir: 1.775 kr.Eldri borgarar og öryrkjar: 1.420 kr.Börn að 18 ára: Frítt3 nætur dvöl: 3.720 kr4 nætur dvöl: 4.955 kr.5 nætur dvöl: 6.190 kr.6 nætur dvöl: 7.430 kr.vikudvöl: 7.665 kr.Rafmagn hvern sólarhring: 1.525 krÞvottavél og þurrkari: 1.655 kr
View
Tjaldsvæðið Þingeyrarodda
Nýtt mjög gott þjónustuhús er á svæðinu með eldunaraðstöðu, sturtum og góðu aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Tjaldsvæðið er skipt í þrjá hluta rétt ofan við fjörukambinn þar sem má sjá sólina setjast í hafið á fallegum síðsumars kvöldum, mjög vel staðsett og skjólgott. Búið rafmagns tenglum og seyru losun fyrir húsbíla.
Tjaldsvæðið er við hliðina á sundlauginni og er þjónustað þaðan. Þjónusta sem þar er í boði er sundlaug / sauna, líkamsræktarstöð og íþróttahús, þvottavél og þurrkari.
Við tjaldsvæðið eru strandblaksvellir og leiksvæði fyrir börn.
Ágætar gönguleiðir eru hér bæði í fjöllum, dölum og fjörum, þó ekki stikaðar.
N1 er á staðnum með úrval af matvöru. Einnig hótel og kaffihús.
Hestaleiga í næsta nágreni.
Verð 2023Fullorðnir: 1.900 kr- fjórða nóttin frí+67 ára 1.330 kr- fjórða nóttin fríBörn, 16 ára og yngri: Frítt í fylgd með fullorðnumRafmagn: 1.300 krÞvottavél: 1.100 krÞurrkari: 1.100 kr
View
Aðrir (16)
Sjávarböðin á Reykhólum | Vesturbraut 2 | 380 Reykhólahreppur | 859-8877 |
Miðjanes | Reykhólasveit | 380 Reykhólahreppur | 690-3825 |
Ferðaþjónustan í Djúpadal | Djúpidalur | 381 Reykhólahreppur | 434-7853 |
Hótel Reykjanes | Reykjanes | 401 Ísafjörður | 456-4844 |
Ferðaþjónustan Dalbæ | Snæfjallaströnd | 401 Ísafjörður | 690-4893 |
Gisting í Grunnavík | Grunnavík í Jökulfjörðum | 401 Ísafjörður | 456-4664 |
Ferðaþjónustan Reykjarfirði | Hornstrandir | 415 Bolungarvík | 4567545 |
Tjaldsvæði Súðavíkur | Túngata 20 | 420 Súðavík | 450-5900 |
Korpudalur HI Hostel | Kirkjuból í Korpudal | 426 Flateyri | 821-7808 |
Rauðsdalur | Barðaströnd | 451 Patreksfjörður | 456-2041 |
Hótel Breiðavík við Látrabjarg | Látrabjarg | 451 Patreksfjörður | 456-1575 |
Tjaldsvæðið á Melanesi | Melanes, Rauðasandi | 451 Patreksfjörður | 783-6600 |
Hnjótur Travel | Hnjótur Örlygshöfn | 451 Patreksfjörður | 456-1596 |
Tjaldsvæðið Hólmavík | Jakobínutúni | 510 Hólmavík | 451-3560 |
Hveravík/Söngsteinn | Hveravík | 511 Hólmavík | 892-8187 |
Tjaldsvæðið á Drangsnesi | Aðalbraut | 520 Drangsnes | 834-5520 |