Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mörg gistiheimili, einfaldari hótel, farfuglaheimili og aðilar sem reka bændagistingu, bjóða upp á svefnpokapláss, en það er ódýrara en upp á búið rúm.

Gistiheimilið Mánagötu 1
Fimm herbergi eru að Mánagötu 1, sem er steinsnar frá Mánagötu 5.  Í fjórum herbergjum er hægt að leigja rúm en fimmta herbergið er sérherbergi með tveimur rúmum. Eldunaraðstaða er í eldhúsi og í stofunni er sófi og sjónvarp. Baðherbergin eru tvö og bæði með sturtu, þau eru sameiginleg. Morgunverður er ekki innifalin en mögulegt er að kaupa hann á Hótel Ísafirði gegn aukagjaldi. Mánagata 1 hentar mjög vel fyrir þá sem þurfa að hugsa um pyngjuna, en einnig skólahópa og íþróttahópa svo fátt eitt sé nefnt. Isafjordur Hostel er opið allt árið og er reyklaust. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókanna
Gamla gistihúsið
 Gamla gistihúsið er heimilislegt gistiheimili vel staðsett á besta stað í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 21 í níu björtum herbergjum. Í öllum herbergjum er vaskur, sjónvarp og tölvutenging. Notalegir baðsloppar fylgja öllum herbergjum.Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og hægt er að fá barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina. Morgunverður er framreiddur í morgunverðarsal. Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Notaleg setustofa með tölvu og bókahorni. Eldurnaraðstaða. Gamla gistihúsið er reyklaust. Einnig er boðið upp á  svefnpokapláss fyrir allt að 21 í sérhúsi, þar sem er góð snyrtiaðstaða, setustofa með sjónvarpi auk eldunaraðstöðu.  
Ferðaþjónustan Kirkjuból
Kirkjuból er skemmtilegur áningarstaður miðsvæðis á Ströndum. Staðurinn er kjörinn fyrir fjölskyldufólk og alla aðra sem vilja njóta þess besta sem Strandasýsla og nærsveitir hafa upp á að bjóða. Kirkjuból stendur við veginn norður Strandir (nr. 68) og er 12 km sunnan við þorpið Hólmavík.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Ferðaþjónustan Urðartindur
Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði. Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér. Verð á tjaldsvæði 2023Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.Verð fyrir börn: FríttRafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.Hleðslustöð fyrir bíla  Opnunartími1. júní til 15. september
Gistiheimilið Bergistangi
GISTIHEIMILIÐ BERGISTANGI Boðin er gisting í tveimur húsum; Annars vegar tvö rúmgóð herbergi á jarðhæð í íbúðarhúsi eigenda með þremur rúmstæðum hvort. Sameiginlegur inngangur er með íbúð eigenda á annarri hæð. Sameiginlegt fyrir þessi tvö hergbergi, snyrting, lítið eldhús.  Hins vegar er gisting í frystihúsi, sem var byggt í tengslum við sláturhús á staðnum, og var notað sem slíkt í þrjátíu ár. Tímarnir breytast og svo er komið árið 1992, að ekki er lengur þörf fyrir frystihús. Fyrir nokkrum árum réðust eigendur hússins, í að breyta því í gistihús. Í húsinu eru þrjú herbergi, notuð fyrir gistingu. Kojur eru herbergjunum, sem eru misstór, átta kojur í stærsta herberginu og sex í hvoru hinna tveggja, samtals tuttugu. Í kojunum, sem eru á tveimur hæðum, eru góðar dýnur. Handlaugar eru í herbergjunum. Snyrting er einnig í húsinu. Rúmgott eldhús er og mjög góð eldunaraðstaða .  Húsið hefur verið vinsælt fyrir hópa og einstaklingar gista þar líka.
Hey Iceland
Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar. Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is. 

Aðrir (14)

Gisting í Grunnavík Grunnavík í Jökulfjörðum 401 Ísafjörður 456-4664
Hornbjargsviti - Ferðafélag Íslands Látravík á Ströndum 401 Ísafjörður 568-2533
Ferðaþjónustan Dalbæ Snæfjallaströnd 401 Ísafjörður 690-4893
Hótel Reykjanes Reykjanes 401 Ísafjörður 456-4844
Læknishúsið á Hesteyri Læknishúsið Hesteyri 415 Bolungarvík 881-46094
Ferðaþjónustan Reykjarfirði Hornstrandir 415 Bolungarvík 4567545
Korpudalur HI Hostel Kirkjuból í Korpudal 426 Flateyri 821-7808
Rauðsdalur Barðaströnd 451 Patreksfjörður 456-2041
Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll Hænuvík 451 Patreksfjörður 848-8113
Hnjótur Travel Hnjótur Örlygshöfn 451 Patreksfjörður 456-1596
Bjarkarholt Barðastrandarvegur 451 Patreksfjörður 456-2025
Hótel Breiðavík við Látrabjarg Látrabjarg 451 Patreksfjörður 456-1575
Gistihús Tangahús Borðeyri Borðeyri 500 Staður 849-9852
Norðurfjörður - Ferðafélag Íslands Valgeirsstaðir 524 Árneshreppur 568-2533