Mörg gistiheimili, einfaldari hótel, farfuglaheimili og aðilar sem reka bændagistingu, bjóða upp á svefnpokapláss, en það er ódýrara en upp á búið rúm.
Ferðaþjónustan Kirkjuból
Kirkjuból er skemmtilegur áningarstaður miðsvæðis á Ströndum. Staðurinn er kjörinn fyrir fjölskyldufólk og alla aðra sem vilja njóta þess besta sem Strandasýsla og nærsveitir hafa upp á að bjóða. Kirkjuból stendur við veginn norður Strandir (nr. 68) og er 12 km sunnan við þorpið Hólmavík.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Gamla gistihúsið
Gamla gistihúsið er heimilislegt gistiheimili vel staðsett á besta stað í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 21 í níu björtum herbergjum. Í öllum herbergjum er vaskur, sjónvarp og tölvutenging. Notalegir baðsloppar fylgja öllum herbergjum. Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og hægt er að fá barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina. Morgunverður er framreiddur í morgunverðarsal.
Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Notaleg setustofa með tölvu og bókahorni. Eldurnaraðstaða. Gamla gistihúsið er reyklaust.
Einnig er boðið upp á svefnpokapláss fyrir allt að 21 í sérhúsi, þar sem er góð snyrtiaðstaða, setustofa með sjónvarpi auk eldunaraðstöðu.
View
Rauðsdalur
Gistihúsið í Rauðsdal er opið allt árið. Gistingin er í sérhúsi með 12 herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða er fyrir gesti og í boði er morgunverður fyrir þá sem þess óska yfir sumartíman.
Í Rauðsdal er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokaplássi.
Gistihúsið er vel staðsett fyrir farþega Breiðafjarðarferjunar Baldurs, er aðeins í 5 kílómetra aksturfjarlægð frá ferjuhöfninni á Brjánslæk. Fyrir neðan bæinn er einstök sandströnd – tilvalin fyrir gönguferðir, þar eru hin sérstöku Reiðsskörð sem er berggangur í sjó fram. Í Rauðsdal er ásamt rekstri gistihúss stundaður hefðbundinn búskapur með kindur og kýr.
Rauðsdalur er við veg 62, í 50 km akstursfjarlægð frá Patreksfirði og 85 km frá Látrabjargi. 2 sundlaugar eru í næsta nágrenni, á Krossholtum í 6 km fjarlægð og við Flókalund í 10 km fjarlægð, á báðum stöðum eru einnig heitir náttúrupottar.
View
Hey Iceland
Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.
Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.hey.is.
View
Ferðaþjónustan Urðartindur
Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.
Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.
Verð á tjaldsvæði 2016:
Verð fyrir fullorðna: 1.200 kr.Verð fyrir börn: Frítt
Opnunartími1. júní til 15. september
View
Aðrir (14)
Hornbjargsviti - Ferðafélag Íslands | Látravík á Ströndum | 401 Ísafjörður | 568-2533 |
Hótel Reykjanes | Reykjanes | 401 Ísafjörður | 456-4844 |
Ferðaþjónustan Dalbæ | Snæfjallaströnd | 401 Ísafjörður | 690-4893 |
Gisting í Grunnavík | Grunnavík í Jökulfjörðum | 401 Ísafjörður | 456-4664 |
Ferðaþjónustan Reykjarfirði | Hornstrandir | 415 Bolungarvík | 4567545 |
Læknishúsið á Hesteyri | Læknishúsið Hesteyri | 415 Bolungarvík | 899-7661 |
Korpudalur HI Hostel | Kirkjuból í Korpudal | 425 Flateyri | 456-7808 |
Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll | Hænuvík | 451 Patreksfjörður | 848-8113 |
Bjarkarholt | Barðastrandarvegur | 451 Patreksfjörður | 456-2025 |
Hótel Breiðavík við Látrabjarg | Látrabjarg | 451 Patreksfjörður | 456-1575 |
Hnjótur Travel | Hnjótur Örlygshöfn | 451 Patreksfjörður | 456-1591 |
Gistihús Tangahús Borðeyri | Borðeyri | 500 Staður | 849-9852 |
Gistiheimilið Bergistangi | Bergistangi | 524 Árneshreppur | 451-4003 |
Norðurfjörður - Ferðafélag Íslands | Valgeirsstaðir | 524 Árneshreppur | 568-2533 |