Mörg gistiheimili, einfaldari hótel, farfuglaheimili og aðilar sem reka bændagistingu, bjóða upp á svefnpokapláss, en það er ódýrara en upp á búið rúm.
Ferðaþjónustan Urðartindur
Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði.
Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér.
Verð á tjaldsvæði 2016:
Verð fyrir fullorðna: 1.200 kr.Verð fyrir börn: Frítt
Opnunartími1. júní til 15. september
View
Rauðsdalur
Gistihúsið í Rauðsdal er opið allt árið. Gistingin er í sérhúsi með 12 herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða er fyrir gesti og í boði er morgunverður fyrir þá sem þess óska yfir sumartíman.
Í Rauðsdal er boðið upp á gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokaplássi.
Gistihúsið er vel staðsett fyrir farþega Breiðafjarðarferjunar Baldurs, er aðeins í 5 kílómetra aksturfjarlægð frá ferjuhöfninni á Brjánslæk. Fyrir neðan bæinn er einstök sandströnd – tilvalin fyrir gönguferðir, þar eru hin sérstöku Reiðsskörð sem er berggangur í sjó fram. Í Rauðsdal er ásamt rekstri gistihúss stundaður hefðbundinn búskapur með kindur og kýr.
Rauðsdalur er við veg 62, í 50 km akstursfjarlægð frá Patreksfirði og 85 km frá Látrabjargi. 2 sundlaugar eru í næsta nágrenni, á Krossholtum í 6 km fjarlægð og við Flókalund í 10 km fjarlægð, á báðum stöðum eru einnig heitir náttúrupottar.
View
Gamla gistihúsið
Gamla gistihúsið er heimilislegt gistiheimili vel staðsett á besta stað í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 21 í níu björtum herbergjum. Í öllum herbergjum er vaskur, sjónvarp og tölvutenging. Notalegir baðsloppar fylgja öllum herbergjum. Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og hægt er að fá barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina. Morgunverður er framreiddur í morgunverðarsal.
Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Notaleg setustofa með tölvu og bókahorni. Eldurnaraðstaða. Gamla gistihúsið er reyklaust.
Einnig er boðið upp á svefnpokapláss fyrir allt að 21 í sérhúsi, þar sem er góð snyrtiaðstaða, setustofa með sjónvarpi auk eldunaraðstöðu.
View
Ferðaþjónustan Kirkjuból
Kirkjuból er skemmtilegur áningarstaður miðsvæðis á Ströndum. Staðurinn er kjörinn fyrir fjölskyldufólk og alla aðra sem vilja njóta þess besta sem Strandasýsla og nærsveitir hafa upp á að bjóða. Kirkjuból stendur við veginn norður Strandir (nr. 68) og er 12 km sunnan við þorpið Hólmavík.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Hey Iceland
Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar.
Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.hey.is.
View
Aðrir (13)
Ferðaþjónustan Dalbæ | Snæfjallaströnd | 401 Ísafjörður | 690-4893 |
Hótel Reykjanes | Reykjanes | 401 Ísafjörður | 456-4844 |
Gisting í Grunnavík | Grunnavík í Jökulfjörðum | 401 Ísafjörður | 456-4664 |
Hornbjargsviti - Ferðafélag Íslands | Látravík á Ströndum | 401 Ísafjörður | 568-2533 |
Læknishúsið á Hesteyri | Læknishúsið Hesteyri | 415 Bolungarvík | 899-7661 |
Ferðaþjónustan Reykjarfirði | Hornstrandir | 415 Bolungarvík | 4567545 |
Korpudalur HI Hostel | Kirkjuból í Korpudal | 425 Flateyri | 456-7808 |
Hnjótur Travel | Hnjótur Örlygshöfn | 451 Patreksfjörður | 456-1591 |
Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll | Hænuvík | 451 Patreksfjörður | 848-8113 |
Hótel Breiðavík við Látrabjarg | Látrabjarg | 451 Patreksfjörður | 456-1575 |
Gistihús Tangahús Borðeyri | Borðeyri | 500 Staður | 849-9852 |
Norðurfjörður - Ferðafélag Íslands | Valgeirsstaðir | 524 Árneshreppur | 568-2533 |
Gistiheimilið Bergistangi | Bergistangi | 524 Árneshreppur | 451-4003 |