Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er notalegt að gista í sumarhúsi og slík gisting er sérstaklega hentug þegar fjölskyldur og stærri hópar ferðast saman.

Gemlufall guesthouse
Gemlufall  Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir.  Rými er fyrir 14 -16 manns.   Íbúð 1 - 6 manns.  Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2   Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.  
Ferðaþjónustan Urðartindur
Urðartindur er fjölskyldurekin gistiaðstaða fjarri ysi og þysi í einstaklega fallegu umhverfi Norðurfjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum með baði og sumarhúsum, ásamt tjaldstæði. Tjaldsvæðið stendur á tveimur stórum túnum í Norðurfirði með einstöku útsýni yfir fjörðinn og fjallahringinn allt í kring. Stutt er niður á fallega sandströnd þar sem sjávarniðurinn berst um fjörðinn og börn hafa gaman af að leika sér. Verð á tjaldsvæði 2023Verð fyrir fullorðna, eldri en 15 ára: 1.500 kr.Verð fyrir börn: FríttRafmagn fyrir ferðavagna: 1.000 kr.Hleðslustöð fyrir bíla  Opnunartími1. júní til 15. september
Hey Iceland
Hey Ísland – ferðaþjónusta bænda er ferðaskrifstofa landsbyggðarinnar. Við byggjum á yfir 35 ára reynslu og þekkingu í ferðaþjónustu á landsbyggðinni sem gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval af gistingu um land allt og afþreyingu við allra hæfi í návist við náttúruna og friðsælt umhverfi sveitarinnar. Hey Ísland býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu hjá yfir 160 gististöðum um land allt, frá fjölbreyttri bændagistingu yfir í hlýleg sveitahótel, sumarbústaði og íbúðir. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá Hey Ísland, www.heyiceland.is. 
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.  Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.  Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.  Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.  Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla  Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Aðrir (15)

Búngaló Borgartún 29 105 Reykjavík 445-4444
Hótel Bjarkalundur Reykhólasveit 380 Reykhólahreppur 5621900
Ferðaþjónustan í Djúpadal Djúpidalur 381 Reykhólahreppur 434-7853
Private house with garden Tangagata 10a 400 Ísafjörður 862-5669
Comfortable Bungalow Silfurgata 12 400 Ísafjörður 862-5669
Luxury house - Westfjords Holtagötu 4 420 Súðavík 8938164
Sæból bændagisting Sæból 3 - Ingjaldssandur 425 Flateyri 848-0920
Sólbakki 6 Sólbakki 6 425 Flateyri 861-6360
Bergshús Hafnarstæti 1 425 Flateyri 861-6360
Bjarkarholt Barðastrandarvegur 451 Patreksfjörður 456-2025
Ferðaþjónustan Hænuvík / Handverkshúsið Gullhóll Hænuvík 451 Patreksfjörður 848-8113
Hagi 2 Road 62 Hagi, 2 451 Patreksfjörður 869-1047
Mórunes Barðaströnd 451 Patreksfjörður 777-4090
Nordic Lodges Þverá Í landi Brjánslækjar 451 Patreksfjörður 897-3015
Guesthouse Brekka Brekka 471 Þingeyri 767-1212