Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um tuttugu tegundir hvala þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar. Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.

Iceland Travel
Iceland Travel býður upp á fjölbreytt úrval ferða á Íslandi, mestmegnis fyrir erlenda ferðamenn.  Í boði eru allt frá dagsferðum með afþreyingu upp í lengri ferðir með faglegri leiðsögn, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Við tökum einnig að okkur að skipuleggja ráðstefnur, viðburði, fundi og hvataferðir.
Vesturferðir
Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu. Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.  Sala farmiða í HornstrandabátaHornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.  Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.
Láki Tours
Láki Tours bjóða upp á hvalaskoðunarferðir út frá Hólmavík yfir sumartímann. Algengustu hvalirnir sem þau sjá eru hnúfubakar og eru þeir þekktir fyrir að vera leikglaðir og hafa gaman af loftfimleikum, þeir eru forvitnir í kringum bátana og koma oft upp á yfirborðið. Steingrímsfjörður er skjólgóður og er bátsferðin því yfirleitt þægileg og góð ásamt því að sjaldan þarf að hætta við ferð vegna veðurs. Þar sem hvalirnir halda sig oft nálægt landi er þessi tveggja tíma ferð með þeim stystu á Íslandi og sjást hvalir í nánast 100% tilfella. 
Wild Westfjords
Við bjóðum uppá einkaferðir um Vestfirði á flottum og þægilegum 8 farþega breyttum Sprinter - fullkominn ferðamáti fyrir gamla góða vestfirska þjóðvegi og vegleysur.  Hafið samband til þess að fá tilboð í ferð eða skutl. www.wildwestfjords.com 
Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse
Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim. Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa. Hvalaskoðun:20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst. Sjóstangveiði:Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma. Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Aðrir (2)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Amazing Westfjords Mávagarður 400 Ísafjörður 888-1466