Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Inwest.is: Nýr vettvangur fyrir fjárfestingar á Vestfjörðum

Á Vestfjörðum blæs nýjum vindum í fjárfestingum með tilkomu Inwest.is, nýrrar vefsíðu sem er hönnuð til að tengja saman innlenda og erlenda fjárfesta við fjölbreytt og eftirsóknarverð fjárfestingartækifæri á Vestfjörðum.

Nafnið Inwest er leikur að orðum og sameinar „invest“ (fjárfestingar) og „West“ (Vestfirðir), sem kjarnar tilgang vefsíðunnar: að kynna og laða að fjárfestingar á Vestfjörðum.  Síðan sem er bæði á íslensku og ensku tryggir að upplýsingar  sé aðgengilegar fyri bæði innlenda sem erlenda fjárfesta.

Vefsíðan er sölu og kynningarsíða og dregur fram kosti, tækifæri og gögn úr helstu áherslum verkefnisins. Síðan skiptist í þrjá áhersluflokka: ferðaþjónustu, fasteignir og innviði, og bláa hagkerfið:

  • Ferðaþjónusta: Hér er lögð áhersla á að þróa afþreyingaferðaþjónustu, veitingaþjónustu og stuðla að hóteluppbyggingu.

  • Fasteignir og innviðir: Þessi flokkur beinist að fjárfestingum í íbúðum, hótelum, og mikilvægum innviðum eins og hafnarmannvirkjum.

  • Bláa hagkerfið: Hvetur til fjárfestingar sem tengjast sjávarauðlindum, með áherslu á nýsköpun og virðisauka sjávarafurða, þjónustu við hafnarstarfsemi, matvælaframleiðslu og fleira, sem nýtir sjálfbært umhverfi Vestfjarða.

Markmið Inwest.is er ekki aðeins að auka sýnileika Vestfjarða sem ákjósanlegs fjárfestingarkosts heldur einnig að stuðla að sjálfbærri þróun svæðisins með því að laða að fjárfestingu sem nýtir gæði og náttúruauðlindir á ábyrgan hátt.

Með því að skapa brú milli fjárfesta og Vestfjarða, stefnir Inwest.is að því að efla efnahagslíf svæðisins, skapa ný störf, og stuðla að blómlegri framtíð fyrir alla sem búa og starfa á Vestfjörðum

Skoða heimasíðuna