Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aldrei fór ég suður

Aldrei fór ég suður fagnar 20 ára afmæli með dagskrá sem hefur aldrei verið betri.

Páskahelgin hefur alltaf verið hátíðleg á norðan verðum Vestfjörðum. Fyrir utan páskana sjálfa er alltaf stútfull dagskrá af skemmtilegheitum. Skíðavikan hefur verið haldin um páskana nánast sleitulaust síðan 1935 og svo er það tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, en sú hátíð fagnar 20 ára afmæli í ár.

Ekki er rukkað inn og hátíðin er öll unnin af sjálboðaliðum og framlögum úr nærsamfélaginu, en þrátt fyrir það er listinn yfir stórstjörnurnar sem munu koma fram langur og flottur.

Hér er hægt að hita upp fyrir hátíðina með playlista Aldrei fór ég suður 2024

https://www.aldrei.is/

Instagram: https://www.instagram.com/aldreialdrei/