Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestfirðir á á WTM í London

Frú Eliza Reid, Íslandsstofa, Markaðsstofa Vestfjarða, Vesturlands og Norðurlands
Frú Eliza Reid, Íslandsstofa, Markaðsstofa Vestfjarða, Vesturlands og Norðurlands

Vestfirðir voru með fulltrúa á einni af stærri ferðasýningum heims í síðustu viku. Ferðasýningin World Travel Market eða WTM var haldin í London dagana 6-8. nóvember og var þar að finna sérstakan þjóðarbás Íslands, sem Íslandsstofa hélt utan um. Þar kappkostuðu þrjár Markaðsstofur landshlutanna, auk fulltrúa 19 fyrirtækja í ferðaþjónustu; ferðaskrifstofa, hótela, afþreyingarfyrirtækja, baðlóna og flugfélaga, að kynna ágæti lands og þjóðar fyrir gestum. 

Um 44.000 manns heimsótti sýninguna þar sem um 4.000 sýnendur tjölduðu öllu til við að kynna áhugaverða áfangastaði um allan heim. Ísland var mjög vinsælt meðal kaupenda og fyrirspurnirnar fjölbreyttar að sögn Sölva Rúnars Guðmundssonar sem var á staðnum fyrir hönd Markaðsstofu Vestfjarða. Auk þess að hafa verið ötull við að kynna gestum Vestfirði og Vestfjarðaleiðina í heild sinni lá áhugi kaupenda á þjónustu á Vestfjörðum einna helst í útivist og hjólreiðaferðamennsku.

Vestfirðir eiga víða góða að. Með í för hópsins var forsetafrú Íslands, Eliza Reid, sem tók þátt í landkynningunni og lagði hún reglulega áherslu á Vestfjarðaleiðina í viðtölum við fjölmiðla. Heimsóknir á ferðasýningar og kaupstefnur er mikilvægt fyrir þá sem vilja að eftir sér sé tekið í ferðaheiminum og því frábært tækifæri að kynna Vestfirði á þessum vettvangi.