Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Veturnætur 2025

October23 - 25

Veturnætur 2025 fara fram dagana 23.-25. október.

Fimmtudagur 23. október

  • 16:00-18:00 Eldvarnarkynning fyrir alla fjölskylduna hjá Slökkviliði Ísafjarðar.
    Staðsetning: Slökkvistöðin í Fjarðarstræti.
  • 16:00-18:00 Fjölskyldustund á Bryggjukaffi á Flateyri
    Gestir geta málað bolla. Tilboð á heitu súkkulaði og vöfflu. 
  • 17:00 Lúðrasveit TÍ leikur fjörug lög í Neista.
  • 19:30-21:30 Halastjörnuleit með Diego
    Á skíðasvæðinu á Seljalandsdal.
    Halastjarnan C/2025 A6 Lemmon fer fram hjá jörðu og Diego mun leiðbeina ykkur um stjörnuhimininn til að finna hana og sjá í gegnum sjónauka sína. (ATH, aðeins ef það er alveg heiðskírt.)
  • 20:00 Lögin hans Villa Valla: Útgáfuhóf
    Útgáfuhóf nýrrar nótnabókar með lögum Villa Valla. Fram koma Karlakórinn Ernir, Ylfa Mist Helgadóttir Rúnarsdóttir, Arnheiður Steinþórsdóttir og Gylfi Ólafsson.
    Staðsetning: Edinborgarhúsið. Aðgangur ókeypis.

Föstudagur 24. október

Laugardagur 25. október

  • 10:00-12:00 Listasmiðjur í Edinborgarhúsinu
    Tvær listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur. Annars vegar stendur Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar (LRÓ) fyrir listasmiðju ætlaða leikskólabörnum, og hins vegar verða Sandra Borg og Þorgils Óttarr með Vekjandi listasmiðju þar sem börn fá að tjá sig á skapandi hátt í gegnum leik og efni.
  • 13:00 Draugar, tröll og huldufólk: Íslenskar þjóðsögur. Barnaviðburður á Byggðasafni Vestfjarða.
    Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur kemur í heimsókn í Byggðasafn Vestfjarða og segir allskonar skrítnar, skemmtilegar (og stundum svolítið hræðilegar) sögur af álfum, draugum og tröllum.
  • 13:30 Að atvinnu og í hjáverkum: Áhrif saumavélarinnar á líf og störf kvenna á Íslandi 1865-1920
    Fyrirlestur á Bókasafninu Ísafirði.
  • 13:30-18:00 Opið hús í Netagerðinni
    • 13:30-17:00 Götumarkaður, góss og grams á göngum hússins. Allskonar notað, nýtt og nýtilegt. Gallað og gullfallegt.
    • 13:30-17:00 Samsýning innanhússfólks í kaffistofunni. Sýningarstjóri: Ólöf Dómhildur.
    • 13:30-17:00 Hanna Lára sýnir verkin sín í gallerí Anddyri.
    • 15:30 Útnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2025.
      Að útnefningu lokinni verður dansað trylltum dansi með DJ Dodda í salnum Snorra.
  • 14:00-16:00 Kjólasala Kvennakórs Ísafjarðar
    Á Bókasafninu Ísafirði.
  • 15:00-17:00 Örnámskeið í myndlist með Gunnari Jónssyni
    Gunnar Jónsson leiðbeinir tveggja daga myndlistarnámskeiði fyrir börn á miðstigi grunnskóla í tengslum við sýningu sína í sal Listasafns Ísafjarðar. Þátttakendur fá tækifæri til að skoða sýninguna og skapa eigin verk innblásin af henni.
    Skráning
  • 15:00 Þjóðsögur og svæði: Hafið, kirkjan og myrkrið. Bókakynning á Byggðasafni Vestfjarða.
    Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá nýlegri bók sinni Ghosts, Trolls and the Hidden People, sem fjallar um íslenskar þjóðsögur og sagnir í nýju samhengi. Kynningin er á íslensku.
  • 16:00 Gefum íslensku séns.
    Íslenskuhittingur á Dokkunni.
  • 17:00 Pop-up á Bubbly
    Melanie & Sophie verða með pop-up á Bubbly, sérmatseðil og sérkokteilar, í tilefni Veturnátta.
  • Svenni og Siggi Sam sjá svo um að rífa upp stemminguna eftir mat með tónlist þar sem lög að vestan verða höfð í fyrirrúmi. Við fáum að heyra lög eftir Grafík, BG og Ingibjörg, Mugison og fleiri. Dagný Hermannsdóttir kemur fram sem gestasöngkona.
    Miðasala
  • 19:00 Sviðaveisla Kiwanisklúbbsins Bása í Sigurðarbúð.
  • 19:30-21:30 Halastjörnuleit með Diego
    Á skíðasvæðinu á Seljalandsdal.
    Halastjarnan C/2025 A6 Lemmon fer fram hjá jörðu og Diego mun leiðbeina ykkur um stjörnuhimininn til að finna hana og sjá í gegnum sjónauka sína. (ATH, aðeins ef það er alveg heiðskírt.)
  • 20:00 Bíósýning – Paradís Amatörsins, í félagsheimili Þingeyrar
    Sýnd verður verðlaunamyndin Paradís Amatörsins eftir Janus Braga Jakobsson, sem hlaut dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2025. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.