Price description
Kristján Helgi Magnússon – Listamaðurinn sem gleymdist
30.01. – 28.03. 2026
Sýningarsalur Listasafns Ísafjarðar, Safnahúsinu
Listasafn Ísafjarðar býður gesti hjartanlega velkomna á opnun sýningarinnar Kristján Helgi Magnússon – Listamaðurinn sem gleymdist föstudaginn 30. janúar kl. 16:00 í sýningarsal safnsins.
Þrátt fyrir stuttan feril er Ísfirðingurinn Kristján Helgi Magnússon (1903–1937) talinn einn athyglisverðasti myndlistarmaður þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar. Á sýningunni verða sýnd verk eftir listamanninn úr safneign safnsins auk verka í einkaeigu á Ísafirði.
Yfirskrift sýningarinnar er fengin úr samnefndri bók, Kristján H. Magnússon – Listamaðurinn sem gleymdist eftir Einar Fal Ingólfsson, sem kom út samhliða sýningunni Endurlit í Listasafni Íslands í maí 2025.
Kristján Helgi Magnússon fæddist á Ísafirði 6. mars 1903 og bjó fjölskylda hans í Smiðjugötu 1. Þar lagði hann mikilvægan grunn að myndlistarmenntun sinni, meðal annars hjá Guðmundi Jónssyni frá Mosdal, sem kenndi honum teikningu. Kristján hélt 17 ára gamall til Bandaríkjanna, þar sem hann hóf skömmu síðar listnám við Massachusetts-listaskólann í Boston. Hann var fyrstur íslenskra myndlistarmanna til að halda einkasýningar í erlendum stórborgum og fjölluðu stórblöð þar lofsamlega um verk hans. Á Íslandi mætti honum hins vegar andstreymi og þrátt fyrir að vera meðal athyglisverðustu listamanna þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar hefur lengi farið hljótt um hann. Kristján lést aðeins 34 ára gamall eftir stuttan en athyglisverðan feril.
Það var ekki fyrr en árið 1986, þegar Listasafn Ísafjarðar hélt yfirlitssýningu á verkum Kristjáns Helga, að farið var að endurmeta stöðu hans í íslenskri myndlist. Jón Sigurpálsson, þáverandi forstöðumaður safnsins, taldi Kristján vanmetinn listamann, meðal annars vegna þess að hann hafði „framið þann glæp“ að nema málaralist í Ameríku, sem á þeim tíma þótti ekki viðurkenndur vettvangur listnáms. Jóni var mikið í mun að Kristján Helgi hlyti réttmætan og verðskuldaðan sess í íslenskri listasögu, þar sem hann hafði fram að því verið að mestu hunsaður. Listasafn Ísafjarðar hefur frá þeim tíma lagt sig fram um að eignast verk eftir Kristján og á nú fjórtán verk eftir hann.
Rakel Olsen, fyrir hönd ættingja Klöru Helgadóttur, og Einar Falur Ingólfsson færðu Listasafni Ísafjarðar að gjöf 100 eintök af bókinni og fá miklar þakkir fyrir góðan hug og velvild í garð safnsins. Bókin er til sölu hjá Listasafni Ísafjarðar og renna tekjur af sölunni til kaupa á verkum fyrir safnið.
Allir veggtextar sýningarinnar eru fengnir frá Listasafni Íslands og voru áður notaðir á sýningunni Endurlit. Sérstakar þakkir til Dagnýjar Heiðdals og starfsfólks Listasafns Íslands.
Aðgangur ókeypis
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði.
Kynningarmyndin „Úr Skutulsfirði” er í eigu Listasafns Ísafjarðar
/// English ///
Kristján Helgi Magnússon – The Forgotten Artist
30.01 – 28.03. 2026
Exhibition Hall, Ísafjörður Art Museum, Safnahúsið
Ísafjörður Art Museum warmly invites you to the opening of the exhibition Kristján Helgi Magnússon – The Forgotten Artist on Friday, January 30 at 4:00 PM in the museum’s exhibition hall.
Despite his short career, the Ísafjörður-born artist Kristján Helgi Magnússon (1903–1937) is considered one of the most remarkable Icelandic artists of the early 20th century. The exhibition features works by the artist from the museum’s collection, as well as works from private collections in Ísafjörður.
The exhibition takes its title from the book Kristján H. Magnússon – The Forgotten Artist by Einar Falur Ingólfsson, published at the same time the exhibition Endurlit was opened at the National Gallery of Iceland in May 2025.
Kristján Helgi Magnússon was born in Ísafjörður on March 6, 1903, and his family lived at Smiðjugata 1. There, he laid an important foundation for his artistic education, for example through drawing lessons with Guðmundur Jónsson from Mosdal. At the age of 17, Kristján moved to the United States, where he soon began studying art at the Massachusetts School of Art in Boston. He was the first Icelandic artist to hold solo exhibitions in major foreign cities, and his work received praise in newspapers abroad. In Iceland, however, he faced resistance, and despite being among the most notable Icelandic artists of the early 20th century, he was for a long time overlooked. Kristján died at the age of just 34 after a short but remarkable career.
It was not until 1986, when Ísafjörður Art Museum held a retrospective exhibition of Kristján Helgi’s work, that his position in Icelandic art history began to be reassessed. Jón Sigurpálsson, then director of the museum, considered Kristján to be undervalued as an artist, partly because he had “committed the crime” of studying painting in America, which at the time was not regarded as a legitimate place for artistic education. Jón was determined that Kristján Helgi should receive the rightful and deserved place in Icelandic art history that he had previously been denied. Since then, the museum has made a special effort to acquire works by Kristján and now fourteen of his works are kept in the museum collection.
Rakel Olsen, on behalf of the relatives of Klara Helgadóttir, and Einar Falur Ingólfsson donated 100 copies of the book to Ísafjörður Art Museum, for which the museum expresses its sincere thanks. The book is available for purchase at the museum, and all proceeds go toward buying new works for the collection.
All wall texts in the exhibition are provided by the National Gallery of Iceland and were previously used in the exhibition Endurlit. Special thanks to Dagný Heiðdal and the staff of the National Gallery of Iceland.
Free admission
The exhibition is supported by the Icelandic Visual Arts Fund.
The promotional image From Skutulsfjörður is part of the collection of the Ísafjörður Art Museum.