Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Kolaport og Basar

November22 - 23

Price description

Notaður varningur á 100 kr.
Kvenfélagið Hvöt heldur sinn árlega markað í félagsheimilinu Hnífsdal nk laugardag 22. og sunnudag 23. nóvember frá kl 14 til 17 báða daga. Eins og kvenfélagskonum er lagið verður hið margrómaða hnallþóruborð sérlega glæsilegt í ár, ásamt öðru heimatilbúnu góðgæti. Sherrysíldin víðfræga verður einnig til sölu eins og alltaf. Og hægt verður að grípa með henni heimabakað rúgbrauð meðan birgðir endast. Kvenfélagskonur munu einnig vera með kaffihús á staðnum og þar er mjög notarlegt að tilla sér niður og kaupa sér heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur. Þetta er stærsta fjáröflun kvenfélagsins Hvatar og rennur allur ágóði til góðgerðarmála.
Öll velkomin, sjón er sögu ríkari.