Upplýsingar um verð
Sumarsýning Kómedíuleikhússins er Þannig var það eftir norska Nóbelskáldið Jon Fosse.
Verkið fjallar á áhrifaríkan hátt um einmannaleika, einangrun og hnignun mannlegra samskipta í samtímanum. Aðalpersóna leiksins er listamaður er liggur á dánarbeði og horfist í augu við eftirsjá yfir að hafa látið starfsframa ganga fram fyrir fjölskyldu og vinasambönd. Í gengum einleikinn dregur Fosse fram hvernig hraðar samfélagsbreytingar og aukin tækivæðing hafa grafið undan nánum tengslum fólks og aukið tilfinningu fyrir einmannaleika þrátt fyrir meiri tengimöluleika en nokkru sinni fyrr.
Leikari: Elfar Logi Hannesson/Höfundur: Jon Fosse/Íslensk þýðing: Kristrún Guðmundsdóttir/Lýsing: Sigurvald Ívar Helgason/Búningar:Sunnefa Elfarsdóttir/Tónlist: Unnur Birna Björnsdóttir/Leikmynd og leikstjórn Marsibil G. Kristjánsdóttir