Fara í efni

Nr 4 Umhverfing

1. júlí - 31. ágúst

Nr 4 Umhverfing er fjórða myndlistarsýning menningarverkefnisins UMHVERFING sem er ætlað að efla myndlist í öllum landshlutum. Sýningin Nr 4 Umhverfing verður ferðalag um Vestfirði, Strandir og Dali vörðuð listaverkum eftir 126 myndlistamenn sem eiga þangað rætur að rekja eða hafa sest þar að. Markmið sýningarinnar er að kynna myndlist í óhefðbundnum rýmum í samstarfi við heimamenn og skapa umræðu um tilgang lífs og lista. 

Nr 4 Umhverfing er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða og Vesturlands.