Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nr 4 Umhverfing

1. júlí - 31. ágúst

Sýningin Nr. 4 Umhverfing / No 4 Around opnar laugardaginn 2.júlí nk. og stendur hún fram á haust. Sýningin er listviðburður sem teygir sig um Vestfirði alla, Strandir og Dali og taka 126 myndlistarmenn þátt í henni, bæði þekktir og minna þekktir, heimamenn og aðkomumenn, innlendir og erlendir. Listamennirnir tengjast allir svæðinu sem þeir sýna á, á einhvern hátt; hafa búið þar í lengri eða skemmri tíma eða verið þar í sveit, átt þar afa eða langömmur osf.. Tengsl við staðina gera verkin sérstök og staðirnir sem sýningargestir eru leiddir á og hefðu annars ekki uppgötvað eru oft mjög forvitnilegir og spennandi.


Ef QR kóðinn er skannaður, fæst stafrænt kort með upplýsingum um alla 126 listamennina og staðsetningu verka umhverfis Vestfjarðaleiðina

 

 

Staðsetning

Vestfjarðaleiðin

Sími