Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Veturnætur 2025

22.-25. október

Veturnætur 2025 fara fram dagana 22.-25. október.

Enn er hægt að bæta viðburðum við dagskrána, sendið póst á upplysingafulltrui@isafjordur.is.

Fimmtudagur 23. október

  • 16:00-18:00 Eldvarnarkynning fyrir alla fjölskylduna hjá Slökkviliði Ísafjarðar.
  • 16:00-18:00 Fjölskyldustund á Bryggjukaffi á Flateyri.
    Gestir geta málað bolla. Tilboð á heitu súkkulaði og vöfflu. 
  • 17:00 Lúðrasveit TÍ leikur fjörug lög í Neista.
  • 19:30-21:30 Halastjörnuleit með Diego
    Halastjarnan C/2025 A6 Lemmon fer framhjá jörðu og Diego mun leiðbeina ykkur um stjörnuhimininn til að finna hana og sjá í gegnum sjónauka sína. (ATH, aðeins ef það er alveg heiðskírt.)
  • 20:00 Lögin hans Villa Valla: Útgáfuhóf
    Útgáfuhóf nýrrar nótnabókar með lögum Villa Valla. Fram koma Karlakórinn Ernir, Ylfa Mist Helgadóttir Rúnarsdóttir, Arnheiður Steinþórsdóttir og Gylfi Ólafsson.
    Staðsetning: Edinborgarhúsið. Aðgangur ókeypis.

Föstudagur 24. október

  • 16:00 Sýningaropnun í Listasafni Ísafjarðar.
  • 19:30-21:30 Halastjörnuleit með Diego
    Halastjarnan C/2025 A6 Lemmon fer framhjá jörðu og Diego mun leiðbeina ykkur um stjörnuhimininn til að finna hana og sjá í gegnum sjónauka sína. (ATH, aðeins ef það er alveg heiðskírt.)
  • 20:00 Kvöldprjónastund á Bryggjukaffi á Flateyri.
  • 22:30 Útgáfutónleikar Blokkarbarns í Tjöruhúsinu.
    Ásta fagnar útgáfu annarrar breiðskífu sinnar, Blokkarbarn, með tónleikum í Tjöruhúsinu á Ísafirði. 
    Miðaverð: 2.500 kr.

Laugardagur 25. október

  • 10:00-12:00 LRÓ: Skapandi smiðja fyrir börn í Edinborgarhúsinu.
  • 13:00 Draugar, tröll og huldufólk: Íslenskar þjóðsögur. Barnaviðburður á Byggðasafni Vestfjarða.
    Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur kemur í heimsókn í Byggðasafn Vestfjarða og segir allskonar skrítnar, skemmtilegar (og stundum svolítið hræðilegar) sögur af álfum, draugum og tröllum.
  • 13:30 Að atvinnu og í hjáverkum: Áhrif saumavélarinnar á líf og störf kvenna á Íslandi 1865-1920
    Fyrirlestur á Bókasafninu Ísafirði.
  • 14:00-16:00 Kjólasala Kvennakórs Ísafjarðar
    Í kjallara Safnahússins á Ísafirði.
  • 15:00-17:00 Listasafn Ísafjarðar: Örnámskeið í myndlist með Gunnari Jónssyni
    Gunnar Jónsson leiðbeinir tveggja daga myndlistarnámskeiði fyrir börn á miðstigi grunnskóla í tengslum við sýningu sína í sal Listasafns Ísafjarðar. Þátttakendur fá tækifæri til að skoða sýninguna og skapa eigin verk innblásin af henni.
  • 15:00 Þjóðsögur og svæði: Hafið, kirkjan og myrkrið. Bókakynning á Byggðasafni Vestfjarða.
    Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá nýlegri bók sinni Ghosts, Trolls and the Hidden People, sem fjallar um íslenskar þjóðsögur og sagnir í nýju samhengi. Kynningin er á íslensku.
  • 15:30 Útnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2025, í Netagerðinni.
  • Svenni og Siggi Sam sjá svo um að rífa upp stemminguna eftir mat með tónlist þar sem lög að vestan verða höfð í fyrirrúmi. Við fáum að heyra lög eftir Grafík, BG og Ingibjörg, Mugison og fleiri. Dagný Hermannsdóttir kemur fram sem gestasöngkona.
    Miðasala
  • 19:30-21:30 Halastjörnuleit með Diego
    Halastjarnan C/2025 A6 Lemmon fer framhjá jörðu og Diego mun leiðbeina ykkur um stjörnuhimininn til að finna hana og sjá í gegnum sjónauka sína. (ATH, aðeins ef það er alveg heiðskírt.)