Upplýsingar um verð
Khemeia er nýtt og spennandi dúó þar sem gítarleikarinn Mikael Máni og ítalska söngkonan Aurora Machese leiða saman hesta sína. Tónlist þeirra er einföld í grunninn – gítar og rödd – en saman skapa þau heillandi hljóðheim þar sem íslenskur kuldi mætir hlýju Miðjarðarhafsins. Í lok nóvember gefur dúóið út sína fyrstu plötu.
Lögin fjalla um það sem gerir lífið þess virði að lifa – ást, vináttu, minningar og uppvaxtarár. Á tónleikunum flytja þau bæði frumsamin verk og ítölsk lög í sínum búningi. Aurora, sem býr í Amsterdam, hefur tileinkað sér fjölbreytta tónlist frá klassík til jazz. Mikael hefur þegar hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 fyrir jazzplötu ársins, og starfað með mörgum af fremstu tónlistarmönnum Evrópu.
Saman skapa þau óvænta en ómótstæðilega blöndu – tónlist sem er bæði ný og kunnugleg, hugljúf og djörf.
Tónleikarnir fara fram í Bryggjusal Edinborgarhússins og hefjast kl. 20:30 föstudaginn 28. nóvember.
Miðasala á MiðiX og við innganginn.
Miðaverð: 3.500 kr.