Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Til heiðurs Halla - tónleikar

22. nóvember kl. 21:00-23:00

Upplýsingar um verð

3.000

Þann 22.nóvember 2025 eru 70 ár frá fæðingu tónlistarmannsins Jóns Hallfreðs Engilbertssonar eða Halla eins og hann var kallaður. Af því tilefni heldur fjölskylda hans heiðurstónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann dag kl. 21:00 (Húsið opnar kl.20:00). Fram koma fjölmargir spila- og söngfélagar Halla í gegnum árin, þar á meðal Karlakórinn Ernir og hljómsveitin Dolby. Hljómsveitarferill Halla spannar um 50 ár og má búast við tónlist frá hinum ýmsu tímum. Aðgangseyrir rennur óskiptur til tækjakaupa fyrir Edinborgarhúsið, þar sem hann steig oft á svið og kenndi við LRÓ í mörg ár.

Halli lést í janúar 2024, 68 ára að aldri, eftir snörp veikindi.