Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þrettándagleði á Þingeyri 2026

6. janúar kl. 17:00-19:00

Björgunarsveitin Dýri og íþróttafélagið Höfrungur halda sína árlegu þrettándagleði þriðjudaginn 6. janúar kl. 17.

Komið er saman innst á Brekkugötu. Von skipuleggjenda er að þeir álfar sem eru á ferðinni á þrettándanum mæti í sínum fínu fötum og heiðri samkomuna með nærveru sinni.

Gengið verður út Brekkugötu, þaðan út Aðalstræti og inn Vallargötu.

Gangan endar við Stefánsbúð.

Kveiktur verður eldur og samkoman endar með flugeldasýningu.