Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Salsa dansnámskeið

11. maí kl. 14:00-17:00

Upplýsingar um verð

12000 kr.

Á þessu líflega þriggja klukkustunda salsanámskeiði gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast grunnatriðum salsa. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja efla sjálfstraust sitt á dansgólfinu og öðlast skilning á takti, líkamsbeitingu og tjáningu í gegnum latneska tónlist.

Á námskeiðinu verða kennd grunnspor og hreyfingar í salsa með áherslu á einstaklingsvinnu fremur en paradans. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor og þeim sem hafa einhverja reynslu og vilja endurnýja dansgleðina.

Kennari á námskeiðinu er Alejandra De Avila. Alejandra hefur bakgrunn í tónlist og leikhúsi og hún er menntaður kennari í tónlistar- og hreyfifræðslu. Hún hefur starfað sem kennari við Listaháskóla Íslands, unnið með og sett upp sýningar bæði með atvinnumönnum og áhugafólki og verið með námskeið og fræðslu víða um heim. Síðustu ár hefur hún starfað sem kennari við Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Ekki þarf að koma með dansfélaga og engin fyrri reynsla er nauðsynleg. Þátttakendum er ráðlagt að koma með þægileg íþróttaskó.

Kennari: Alejandra De Avila.
Tími: Sunnudagur 11. maí 2025 kl. 14:00-17:00.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 12.000 kr.

Skráning