Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Listasafn Ísafjarðar: Sýningarlokun á Sorgarhyrnu Gunnars Jónssonar

24. janúar kl. 16:00-18:00

SÝNINGARLOKUN – Sorgarhyrna
Síðasta sýningarvika sýningarinnar Sorgarhyrnu er gengin í garð og sólin hækkar á lofti. Í tilefni þess bjóðum við ykkur hjartanlega velkomin á sýningarlokun, laugardaginn 24. janúar, kl. 16.

Listamaðurinn Gunnar Jónsson tekur vel á móti ykkur og á boðstólum verða auðvitað sólarpönnukökur! 

Sorgarhyrna er eins konar kortlagning á samtali milli lundarfars og landslags.
Nafnið vísar til enska hugtaksins Triangle of Sadness — heitis sem lýtalæknar nota um áhyggjuhrukkuna sem myndast á milli augabrúna. Ísfirðingar hafa lengi skynjað þau áhrif sem gangur sólar á norðurhveli jarðar hefur á lundarfar íbúanna. Í þessari sýningu er sú þekking færð yfir á kort, líkama, líðan og fjöll.

Aðgangur ókeypis