Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

List án landamæra í Litlu netagerðinni

18.-21. nóvember

List án landamæra í samstarfi við Litlu netagerðina: Opnun föstudaginn 14. nóvember 2025 kl. 17:00.

Sýningin stendur yfir í eina viku

Í tilefni af List án landamæra sýna listamennirnir Brimar Bjarnason, Matthildur H. Benediktsdóttir, Emilía Arnþórsdóttir og Ómar Karvel Guðmundsson, verk sín í Litlu netagerðinni á Ísafirði.

Listamennirnir hafa unnið með Unni Bjarnadóttur og Ólöfu Dómhildi í leir; verða afrakstur þess samstarfs — fjölbreytt og persónuleg leirverk — til sýnis á hátíðinni.

Sýningin er hluti af List án landamæra, sem fagnar fjölbreytileika, sköpunarkrafti og aðgengi að list fyrir alla. Samstarfið við Litlu netagerðina skapar vettvang þar sem ólíkir listamenn sýna, vinna að hugmyndum og efla samfélagið í gegnum listina.

Allir eru hjartanlega velkomnir á opnunina föstudaginn 14. nóvember kl. 17:00.

Sýningin verður opin í eina viku á opnunartímum Litlu netagerðarinnar.

Verkefnið er styrkt af styrktarsjóði Hafna Ísafjarðarbæjar.