Upplýsingar um verð
Ókeypis aðgangur
Jólaopnun í Vélsmiðju GJS á Þingeyri!
Í tilefni þess að kveikt verður á jólatrénu á Þingeyri þann 22. nóvember þá býður Byggðasafn Vestfjarða upp á jólaopnun í Vélsmiðjunni.
Safnvörður býður áhugasömum upp á skemmtilega fræðslu og jólamunir verða til sölu.
Komdu, nældu þér í piparköku og skoðaðu þennan gimstein Þingeyrar sem Vélsmiðja Guðmundar er
Opið frá kl 12-16, ókeypis aðgangur fyrir öll