Laugardaginn 6. desember verður boðið upp á Jólaævintýri í Jónsgarði.
Líkt og í fyrra, þá er hugmyndin er að fjölskyldur, vinir og öll sem hafa áhuga, geti komið saman í Jónsgarð og hlustað á lifandi jólatóna, hitt jólasveininn og jafnvel Grýlu mömmu hans líka. Við bjóðum upp á heitt súkkulaði og með því.
Takið daginn frá, það verður sannkallað jólaævintýri í Jónsgarði þennan dag með allskonar huggulegheitum.