Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hraðskákmót í Edinborgarhúsinu

13.-13. maí

Á þriðjudögum í maí verður haldið vikulegt hraðskákmót í Edinborgarhúsinu. Mótin henta fyrir alla sem kunna að tefla og eru fyrst og fremst ætluð sem vettvangur fyrir vestfirska skákáhugamenn til að hittast reglulega og tefla saman - en eru þó opin öllum.

Umsjón með mótinu hefur Skákfélag Vestfjarða sem er í burðarliðnum. Mótin hefjast kl. 17:00 (nema annað sé tekið fram) og fer annaðhvort fram í Bryggjusal eða Rögnvaldarsal.

Mótin verða venjulega tefld með tímamörkunum 5+3 og 6-9 umferðir (fer eftir mætingu) og ættu því að taka í kringum tvo tíma.

Eftirfarandi dag- og tímasetningar eru þegar staðfestar:

13. maí - 17:00

20. maí - 17:00

27. maí - 17:00

Allar nánari upplýsingar á Facebook-síðu Skákfélags Vestfjarða: Skákfélag Vestfjarða