Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fiðlarinn á þakinu — Söngleikur í uppsetningu LL og TÍ

1.-16. febrúar

Upplýsingar um verð

3.500-5.900 kr.

Litli leikklúbburinn á Ísafirði, í samstarfi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sýnir söngleikinn Fiðlarann á þakinu í Edinborgarhúsinu 1.-16. febrúar.

Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og með aðalhlutverkið fer Bergþór Pálsson. Tónlistarstjóri er Beáta Joó.

Söngleikurinn er meðal þeirra sem oftast hefur verið settur upp á heimsvísu enda er tónlistin létt og skemmtileg og mörgum kunn.

Fiðlarinn á þakinu gerist árið 1905 í þorpinu Anatevka í Rússlandi þar sem siðvenjur og hefðir eru fyrir öllu og segir frá raunum mjólkurpóstsins Tevje. Tevje og Golda konan hans eiga fimm dætur sem allar þurfa eiginmenn. Hjúskaparmiðlari þorpsins gerir sitt besta til að sinna hlutverki sínu en dæturnar hafa aðrar hugmyndir um framtíð sína.

Uppsetning LL og TÍ er afar metnaðarfull og telur leikhópurinn 27 manns og níu eru í hljómsveit. Þá er að sjálfsögði fjöldi fólks sem leggur hönd á plóg við gerð búninga, sviðsmyndar, leikmuna og við tæknimál.

Miðaverð
Fullorðnir: 5.900 kr.
Börn 12 ára og yngri: 3.500 kr.

Miðasala: www.litlileik.is