Fara í efni

Ferðafélag Ísfirðinga: Engidalur

9. september kl. 09:00-12:00

Engidalur (Fossar – Fossadalur - Fossavatn – niður með Langá að stöðvarhúsi – Fossar) 1 skór

Laugardaginn 9. september

Fararstjóri: Örn Smári Gíslason

Mæting kl. 9 við bæinn Fossa í Engidal

Gengið frá bænum Fossum upp samnefndan dal að Fossavatni. Þaðan er svo genginn drjúgur spölur að Langá og niður með henni að stöðvarhúsi. Hringnum lokað við upphafsstað göngunnar.

Vegalengd 4 - 5 km. 340 m hæð, áætlaður göngutími 4 – 5 klst.