Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Barnamenningarhátíðin Púkinn: Teiknimyndatónlist með Rúnu

15. september kl. 17:00-18:00

Rúna Esradóttir býður krökkum í 5.-10. bekk upp á skemmtilega vinnustofu.

Teiknimynd verður sýnd og krakkarnir fá ýmis ásláttarhljóðfæri í hendur og hljóðsetja myndina með lifandi tónlistarflutningi.

Viðburðurinn verður í saumastofu T.Í. föstudaginn 15. september og hefst klukkan 17. Öll hljóðfæri á staðnum.

Það er takmarkað pláss og því þarf að skrá sig fyrirfram á tonis@tonis.is.