Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Barnamenningarhátíðin Púkinn: Skapandi smiðja á Vagninum

16. september kl. 17:00-19:00

Smiðja fyrir börn sem unglinga sem koma á krakkadiskó á Vagninum þann 16. september þar sem krakkarnir skapa sjálf eitt armband á mann og taka með sér.

Með því senda þau góð skilaboð í veturinn.

Armböndin eru gerð með þeim tilgangi þau lífgi upp hversdagsleikanum hjá fólki, skrifa hvetjandi og hughreystandi skilaboð á böndin.

Leiðbeinendur eru KAÓS - hópur stofnaður af Sóleyju Öddu, Möggu Jens & Úlfi vorið 2023.

Á staðnum eru perlur og verkfæri til þess að gera armbönd frá grunni.