Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Barnamenningarhátíðin Púkinn: Barnabærinn

11.-14. september

Barnabærinn er lítil samfélagstilraun þar sem börnunum er frjálst að prófa sig áfram með hugmyndir sínar líkt og á tilraunastofu.

Bærinn verður lítið útópískt samfélag þar sem börn ráða ríkjum og reynir þannig að svara spurningunni: Hvernig væri heimurinn ef börnin réðu öllu?

Hrefna Lind Lárusdóttir og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leiða vinnuna. Guðný Hrund Sigurðardóttir leikmyndahönnuður sér um sjónrænan þátt smiðjunnar í samstarfi við börnin, þar sem samsköpun og listrænt frelsi er falið þátttakendum.

Mikið er lagt uppúr að sköpunarferlið sé valdeflandi fyrir börnin. Útkoma smiðjunnar er sviðslistaverk þar sem börnin bjóða almenningi að stíga inn í sinn draumaheim á sviðinu.

Sýningin er miðuð að fullorðnum þó börn séu velkomin á hana líka, en takmarkið er að fullorðnir gefi sig á vald börnunum í þáttökusviðslistaverki sem er um klukkustund að lengd.

Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Grunnskólinn á Þingeyri standa fyrir vinnusmiðjunni í samstarfi við Krakkaveldið. Styrkt af Barnamenningarsjóði.