Strandafólk og þjóðfræðingar eiga það sameiginlegt að kunna að gera sér glaðan dag. Stundum fléttast fræðin og grínið svo saman í einn allsherjar fræðagleðskap og nú er svo sannarlega kominn tími á slíka uppákomu.
Laugardaginn 23. mars verður haldið Húmorsþing á Hólmavík og er þetta í 7. skiptið sem slík samkoma er haldin. Fræðilegt málþing um húmor um daginn og gleði og grín um kvöldið.
Dásamlegt samstarf er um framkvæmdina milli námsbrautar í þjóðfræði við HÍ og Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og kannski bætast fleiri aðstandendur við.
Undirbúningshóp skipa: Kristinn Schram og Dagrún Ósk Jónsdóttir fyrir hönd námsbrautar í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson fyrir Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu.