Upplýsingar um verð
Ókeypis aðgangur
Harmonikuball verður haldið í Samkomuhúsinu í Ögri föstudaginn 18. júlí í tilefni af aldarafmæli hússins. Landsþekktir tónlistarmenn leika fyrir dansi, þau Vigdís Jónsdóttir og Einar Friðgeir Björnsson harmonikuleikarar og Marinó Björnsson bassaleikari. Ungir og aldnir fá þarna kjörið tækifæri til að upplifa ball í anda þess tíma þegar Ögurhreppur var blómleg sveit með litríku mannlífi og öflugu menningar- og félagsstarfi.