Sýningin vakti mikla athygli þegar hún var sett upp á Hönnunarmars á Hönnunarsafni Íslands en fjallað var um verkefni Eldblóma sem eitt af 5 áhugaverðustu verkefnum hátíðarinnar af FRAME magazine og heilsíðu umfjöllun um verkefni í franska tímaritinu Elle Decor. Sýningin er nú sett up í annað sinn í Örlygshöfn með styrk frá Safnasjóði og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða
Opnunin er þann 10 maí kl 07:00-19:00
Börn frá sunnanverðum Vestfjörðum munu opna sýninguna og sýna verk sem þau hafa unnið á vegum Eldblóm X Þykjó samstarf með List fyrir alla og Hönnunarsafni Íslands.
Einnig verður nýr kokteilaseðill Eldblóma kynntur en hann verður í boði í sumar á minnsta bar landsins - Eldblóma Barnum
Vestfirskur Spritz: Eldblóma Elexír er drykkur gerður úr handtíndum Rabbabara og Blóðbergi frá Örlygshöfn, EfriTungu, Hænuvík og Hvalskeri og er fyrsti drykkurinn á Íslandi sem er hannaður sem Spritz.