Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ariasman

4. júlí - 1. ágúst

Upplýsingar um verð

4.500 kr

Ariasman er áhrifa- og átakamikið leikverk um eitt mesta óhæfuverk Íslandssögunnar, Baskavígin. Að haustlagi 1615 var 31 baskneskur skipsbrotsmaður veginn af vestfirskum bændum. Ariasman er leikgerð sem er byggð á samnefndri sögulegri skáldsögu Tapio Koivukari, um Baskavígin sem eru í raun fyrstu og vonandi einu fjöldamorð Íslandssögunnar. Þessir hrottalegu atburðir gerðust fyrir vestan haustið 1615 þegar 31 baskneskur skipbrotsmaður var veginn á miskunarlausan hátt af vestfirskum bændum undir forystu Ara Magnússonar, sýslumanns í Ögri, en Baskarnir þekktu hann undir nafninu Ariasman.

Leikari Elfar Logi Hannesson
Höfundur Tapio Koivukari
Tónlist Kristof Hiriart
Búningar Þ. Sunnefa Elfarsdóttir
Leikmynd/Leikstjórn Marsibil G. Kristjánsdóttir.

Húsið opnar 19.30 og sýning hefst kl.20.00.

Staðsetning

Kómedíuleikhúsið Haukadal, Svalvogavegur, 471 Dýrafjörður

Lengd

19:30 - 20:00