Tjaldsvæðið á Patreksfirði er staðsett við Félagsheimili Patreksfjarðar sem sést vel þegar komið er inn í bæinn. Góð aðstaða er í félagsheimilinu fyrir tjaldsvæðið, svo sem salerni, þvottavél og aðstaða til eldunar og þvotta. Rafmagn og seyrulosun er fyrir húsbíla, og ruslagámar eru á staðnum. Hægt er að fá leigðan sal og eldhúsaðstöðu fyrir hópa. Hægt er að fara í sturtu í sundlauginni á Patreksfirði, afsláttur er fyrir gesti tjaldsvæðisins.
Aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og húsbíla.
Verð 2022:
Gistinótt fyrir 18 ára og eldri: kr. 1.540 á mann
Gistinótt fyrir eldri borgara og öryrkja: kr. 1.230 á mann
3ja daga dvöl: kr. 3.230 á mann
Vikudvöl: kr. 7.530 á mann
Rafmagn hvern sólarhring: kr. 1.330
Þvottavél og þurrkari: kr. 1.440 hvert skipti
Gestir á tjaldsvæði fá 25% afslátt af aðgangi að heitum potti/sundlaug
Á gistinótt bætist við gistináttaskattur eins og hann er hverju sinni