Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skíðasvæðið á Ísafirði - Tungudalur/Seljalandsdalur

Skíðasvæðið á Ísafirði er tvískipt:

Tungudalur: alpagreinar
Seljalandsdalur: skíðaganga

Í Tungudal er eina alpagreinasvæðið á Vestfjörðum. Þar eru 3 lyftur og skíðaskáli og mjög góð aðstaða með fjölbreyttum brekkum fyrir alla, jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig eru þar alþjóðlegar keppnisbrautir fyrir svig og stórsvig. Skíðasvæðið er allt upplýst. Hægt er að leigja skíða- og brettabúnað í skíðaskálanum.

Á Seljalandsdal er mjög gott göngusvæði með fjölbreyttum og upplýstum brautum, allt frá stuttum byrjendabrautum upp í krefjandi leiðir fyrir keppnisfólk. Brautakerfið lengist smátt og smátt eftir því sem líður á veturinn og síðla vetrar, þegar veður og aðstæður leyfa, má oft finna frábærar brautir sem bjóða upp á skíðaferðir sem spanna tugi kílómetra. Hægt er að leigja búnað á staðnum. Þegar snjóalög eru hagstæð má oft einnig finna troðnar göngubrautir í Tungudal, á svæðinu við golfvöllinn og tjaldsvæðið.

 
Opnunartími: Sjá heimasíðu.  Sími á skíðasvæði er 450-8400 og 456-3125. Símsvari á skíðasvæði: 878-1011.

Skíðasvæðið á Ísafirði - Tungudalur/Seljalandsdalur

Skíðasvæðið á Ísafirði - Tungudalur/Seljalandsdalur

Skíðasvæðið á Ísafirði er tvískipt: Tungudalur: alpagreinarSeljalandsdalur: skíðaganga Í Tungudal er eina alpagreinasvæðið á Vestfjörðum. Þar eru 3 ly
Tungudalur

Tungudalur

Bærinn Ísafjörður er staðsettur í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp og inn af Skutulsfirði liggja dalirnir Engidalur til vinstri og Tungudalur til hægri
Tjaldsvæðið Tungudal

Tjaldsvæðið Tungudal

Tjaldsvæðið er í um 900 m fjarlægð frá Skutulsfjarðarbraut. Bunárfoss liggur í gegnum svæðið og skiptir því í tvo hluta, annar hlutinn er ætlaður húsb
Simsonsgarður

Simsonsgarður

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að
Golfklúbbur Ísafjarðar

Golfklúbbur Ísafjarðar

Golfvöllur Ísafjarðar er 9 holu völlur par 72. Hann er staðsettur í Tungudal sem er útivistarparadís Ísafjarðarbæjar. Völlurinn er í skemmtilegu umh

Bónus

Sam ehf

Sjóferðir

Sjóferðir

Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið 2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins
Harpa Hafsins

Harpa Hafsins

Harpa Hafsins er minnisvarði á Torfnesi á Ísafirði.  Minnisvarði um upphaf vélvæðingar bátaútgerðar á Íslandi. Reist að frumkvæði Sögufélags Ísfirðing
Avis bílaleiga

Avis bílaleiga

„Við gerum betur“ Áhersla Avis er að leigja út gæða bíla og veita gæða þjónustu. Avis veitir viðskiptavini sínum það sem hann þarf, þegar hann þarf þe
Ísafjörður - Icelandair

Ísafjörður - Icelandair

Icelandair flýgur til Ísafjarðar. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 40 mínútur. Á Ísafirði við Djúp er mikil náttúrufegurð og tilvalið fyrir þá sem
Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner

Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner

 Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður  Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann   Leiðsögukonan er klædd ei

Aðrir (5)

Eagle Tours Urðarvegur 80 400 Ísafjörður 858-4530
Fosshestar Kirkjuból 400 Ísafjörður 862-5669
Hertz bílaleiga - Ísafjörður Ísafjarðaflugvöllur 400 Ísafjörður 522-4490
Hlaupahátíð á Vestfjörðum Daltunga 1 400 Ísafjörður 894-4208
Ræðismaður Noregs - Birna Lárusdóttir Miðtún 23 400 Ísafjörður 456-4456