Áfangastaðastofa Vestfjarða
Markaðsstofa Vestfjarða er áfangastaðastofa Vestfjarða og vinnur að því að kynna svæðið sem einstakan áfangastað fyrir ferðamenn. Við samræmum markaðs- og kynningarmál, styðjum við ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög, og vinnum að þróunarverkefnum sem styrkja ímynd og samkeppnishæfni Vestfjarða. Markmið okkar er að efla ferðaþjónustu og skapa tækifæri til atvinnuuppbyggingar á svæðinu.
Í mars 2021 undirritaði Vestfjarðastofa og atvinnu,-nýsköpunar,- ferðamálaráðuneytið samning um stofnun Áfangastaðastofu Vestfjarða.
Áfangastaðastofa er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.
Markmiðið með stofnun áfangastaðastofa er að efla stoðkerfi ferðaþjónustunnar og stuðla að jákvæðum framgangi hennar á viðkomandi landsvæði. Áfangastaðastofa starfar í umboði sveitarfélaga viðkomandi landsvæðis og er samstarfsvettvangur viðkomandi sveitarfélaga, ríkis og ferðaþjónustunnar.
Eitt meginverkefni áfangastaðastofu er að leggja fram áfangastaðaáætlun fyrir svæðið og tryggja að hún sé í samræmi við aðra lögbundna áætlanagerð og aðal- og deiliskipulag. Auk þess mun áfangastaðastofan m.a. hafa aðkomu að þarfagreiningu rannsókna og mælinga á landsvísu, stuðla að vöruþróun og nýsköpun, leggja mat á fræðsluþörf og sinna svæðisbundinni markaðssetningu.
Aðild að Markaðsstofu Vestfjarða
Hvað fæ ég fyrir aðild að Markaðsstofu Vestfjarða?
- Ítarskráningu á vef Markaðsstofunnar www.westfjords.is
- Möguleika á þátttöku í Mannamóti—fagsýning ferðaþjónustu á landsbyggðinni
- Afslátt af námskeiðum á vegum Markaðsstofunnar
- Möguleika á auglýsingum í efni útgefnu af Markaðsstofunni
- Möguleika á þátttöku í móttöku blaðamanna, en unnið er að því að gera framlag til þess sýnilegra
- Aukinn sýnileika og umfjöllun á sölusýningum
- Tækifæri til að koma vörum og þjónustu sinni á framfæri til erlendra söluaðila í gegnum póstlista MV og Inspired by Iceland.
- Aðgang að ljósmyndabanka til að nota í eigin markaðsstarfi
- Möguleiki á þátttöku í Vestfjarðaleiðinni.
- Þá gefst aðilum tækifæri á því að taka þátt í sérstökum vettvangi innan Vestfjarðastofu, svokölluðum sóknarhópi sem kemur að því að móta starfsemi, stefnu og starfsáætlun Vestfjarðastofu.
Árgjald
Árgjöld hagsmunaaðila ákvarðast af fjölda stöðugilda á ársgrundvelli og eru eftirfarandi:
|
Örfyrirtæki |
1-5 stöðugildi |
45.000 kr. |
|
Lítil fyrirtæki |
6-20 stöðugildi |
75.000 kr. |
|
Millistór fyrirtæki |
21-59 stöðugildi |
125.000 kr. |
|
Stærri fyrirtæki |
60+ stöðugildi |
250.000 kr. |
Skráning í Markaðsstofu Vestfjarða er hægt að ganga frá hér.