Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðild að Markaðsstofu Vestfjarða

Hvað fæ ég fyrir aðild að Markaðsstofu Vestfjarða?

  • Ítarskráningu á vef Markaðsstofunnar www.westfjords.is
  • Möguleika á þátttöku í Mannamóti—fagsýning ferðaþjónustu á landsbyggðinni
  • Afslátt af námskeiðum á vegum Markaðsstofunnar
  • Möguleika á auglýsingum í efni útgefnu af Markaðsstofunni
  • Möguleika á þátttöku í móttöku blaðamanna, en unnið er að því að gera framlag til þess sýnilegra
  • Aukinn sýnileika og umfjöllun á sölusýningum
  • Tækifæri til að koma vörum og þjónustu sinni á framfæri til erlendra söluaðila í gegnum póstlista MV og Inspired by Iceland.
  • Aðgang að nýjum ljósmyndabanka til að nota í eigin markaðsstarfi
  • Aðild að nýjum media grunni þar sem ferðaþjónar geta klippt saman eigið markaðsefni 
  • Möguleiki á þátttöku í Vestfjarðaleiðinni.
  • Þá gefst aðilum tækifæri á því taka þátt í séstökum vettvangi innan Vestfjarðastofu, svokölluðum sóknarhópi sem kemur því móta starfsemi, stefnu og starfsáætlun Vestfjarðastofu.

Hvað var gert 2022?

  • Vinnustofa um Vestfjarðaleiðina var haldinn í byrjun apríl.
  • Áfram var unnið að þróun heimasíðunnar www.westfjords.is ásamt nýrrar heimasíðu í tengslum við Vestfjarðaleiðina www.vestfjardaleidin.is
  • MV tók þátt í ferðasýningunni VestNorden sem fram fór á Grænlandi, og tveimur vinnustofum í Bandaríkjunum.
  • MV tók þátt í þó nokkuð mörgum Webinars þar sem haldin var kynning um Vestfirði og Vestfjarðaleiðina fyrir erlenda markaði.
  • Tekið var á móti blaðamönnum frá 26 miðlum yfir árið og hefur það skapað jákvæða umfjöllun um Vestfirði í ýmsum miðlum.
  • Farið var í auglýsingaherferð í samstarfi við Lonely Planet byggt á viðurkenningu Lonely Planet um að vera útnent Best Region, Top Destination 2022 af Lonely Planet, auglýsingaherferð náði til 837.000 eisntaklinga í Bandaríkjunum og Bretlandi
  • Áfram var lögð áhersla á samfélagsmiðla sem náðu til tæpleega 850.000 einstaklinga og skilaði sér í mikilli aukningu fylgjenda og samtölum.

Árgjald

Árgjöld hagsmunaaðila ákvarðast af fjölda stöðugilda á ársgrundvelli og eru eftirfarandi:

Örfyrirtæki

1-5 stöðugildi

45.000 kr.

Lítil fyrirtæki

6-20 stöðugildi

75.000 kr.

Millistór fyrirtæki

21-59 stöðugildi

125.000 kr.

Stærri fyrirtæki

60+ stöðugildi

250.000 kr.

Skráning í Markaðsstofu Vestfjarða er hægt að ganga frá hér