Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestfjarðaleiðin er ný ferðamannaleið um Vestfirði og Dalina sem opnaðist við opnun Dýrafjarðarganga í október 2020. Leiðin er um 950 km með einstökum áningarstöðum og upplifunum. Vestfjarðaleiðin er stutt frá Reykjavík og Akureyri og er því aðgengilegur og áhugaverður valkostur sem ferðaleið þar sem auðvelt er að kanna króka og kima svæðisins og upplifa óspillta náttúru og víðerni sem sífellt verður erfiðara að finna.

Vestfirðirnir eru einn elsti hluti landsins, mótaðir af umróti ísaldar fyrir 10 þúsund árum síðan. Djúpir firðir og skörðótt fjöll með dölum og láglendi hafa þannig mótast af náttúruöflunum líkt og íbúar svæðisins sem hafa tileinkað sér eigin lífsfærni í takt við kröfur náttúrunnar. Það er Vestfjarðaleiðin.

Sundlaug Krossness
Krossneslaug er steinsteypt íslensk útisundlaug við fjöruborðið, fáeina kílómetra frá Norðurfirði í Strandasýslu. Laugin var tekin í notkun 5. júlí árið 1954. Hún er 12 1/2 x 6 metrar að flatarmáli. Umhverfis hana er steyptur stígur og við hana standa steyptir búningsklefar. Laugin og önnur mannvirki í sambandi við hana munu hafa kostað um 140 þúsund krónur. 
Gistihúsið við höfnina
Gistihúsið við Höfnina á Bíldudal er fjölskyldurekið gistihús, staðsett í hjarta þorpsins. Boðið er upp á 12 eins og tveggja manna herbergi, ýmist með eða án baðs ásamt tveimur stúdíóíbúðum, önnur með gistirými fyrir 1-2 og hin með gistirými fyrir 5-7. Gistihúsið við Höfnina er aðili að Ferðaþjónustu bænda, Hey Iceland og þar með hluti af öflugum samtökum innan ferðaþjónustu á Íslandi. Steinsnar frá er hinn rómaði veitingastaður Vegamót, þar sem gestir geta snætt kvöldverð og örstutt er yfir á Skrímslasafnið sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Daginn má einnig nýta til heimsóknar í Selárdal þar sem hinar einstöku höggmyndir Samúels Jónssonar er að finna eða í innlit í Gömlu smiðjuna á Bíldudal. Ef áhuginn liggur í útivist, þá eru margar fallegar gönguleiðir í nágrenni þorpsins. Í Seljadalsskógi er boðið upp á fræðslugöngu um skóginn í gegnum Wapp appið og í appinu er einnig að finna sögugöngu um Bíldudal. Fyrir þá sem vilja láta sjávarloftið leika um sig er boðið upp á ferðir út á Arnarfjörð í sjóstöng, náttúru- og hvalaskoðun, með Beffa Tours.
Sundlaug Drangsness
Laugin var byggð árið 2005 og er 12.5 m löng. Þar er að auki heitur pottur, gufubað og krakkapollur. Vetrartími:  Opið er á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 16 - 19Opið laugardaga og sunnudaga frá 14 - 17  Sumartími: Árið 2010 hefst sumartími 4. júní og er til og með 22. ágúst Virka daga frá kl. 10 til kl. 21Um helgar frá kl. 11 til kl. 18 Sími 451 3201 Netfang: 
Golfklúbbur Bíldudals
Golfklúbbur Bíldudals var stofnaður árið 1992, félagsmenn hafa byggt fína aðstöðu á Litlueyrarvelli við Bíldudal. Þar var gömlu íbúðahúsi breytt í klúbbhús og verja fjöllin í dalnum völlinn fyrir veðri og vindum.  Völlurinn er 9 holur og er par 70 þegar spilaðir eru 2 hringir. 
Sundlaug Flateyrar
Sundlaug (16 m), nuddpottur og gufubað innanhúss, en nýjar heitar vaðlaugar eru utanhúss. Sambyggt íþróttahús og þreksalur. Símanúmer: 450 8460 
Fisherman Seafood trail
Fisherman er ferðaskipuleggjandi með fullgild réttindi sem hefur aðsetur á Suðureyri. Fisherman er líka ástríðufullur matgæðingur sem elskar að taka á móti frábæru fólki frá öllum heimshornum og gefa þeim ekta lífsreynslu. Fisherman býður upp á ferðir sem sameina bæði menningarlega og matargerðarlega upplifun sem og að bjóða upp á hótelgistingu.  Hótelgestir fá Seafood Trail ókeypis yfir sumartímann. Gestir geta einnig tekið sér hlé á kaffihúsinu í miðbæ þorpsins. Fisherman Seafood Trail, vörumerki fyrirtækisins og leiðsögn, býður upp á einstaka upplifun af rólegum ferðalögum. Dekraðu við skynfærin með sælkerasmökkun, sögu staðarins í afskekktri, fallegri og sjálfbærri Suðureyri og kynntu þér hvernig sjávarútvegurinn hefur mótað íslenska menningu, fyrr og nú. Það eru daglegar brottfarir yfir sumartímann en vinsamlegast hringið á undan til að staðfesta tímasetningu.
Ísafjörður Guide - Helga Ingeborg Hausner
 Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður  Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann   Leiðsögukonan er klædd einsog fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrirofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðarog segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkareins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.(2 klst.)  Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar.  Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um: Into Nature (1 hour) Traditional Tasting (20 min.) Vistit the Church (20 min)   Aðrir gönguferðir eru: Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)   Náttúruganga (5 klst.)Komdu að smakka (3,5 klst.)  Persónuleg leiðsögn skv.beiðniVinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.  
Kómedíuleikhúsið
 Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða með bækistöðvar í Dýrafirði. Leikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði sem ku vera minnsta atvinnuleikhús á Íslandi.  Á heimasíðu okkar www.komedia.is og facebook síðu Kómedíuleikhússins eru ávallt nýjustu fréttir af hvaða leiksýningar eru á fjölunum hverju sinni í minnsta atvinnuleikhúsi á Íslandi.  Allir nánari upplýsingar og miðasala er í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar okkar í Haukadal á tix.is   
Hnjótur - Minjasafn Egils Ólafssonar
Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita okkur innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum. Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp og gáfu sveitafélögunum í Vestur-Barðastrandarsýslu. Í safninu er kaffitería, minjagripaverslun og svæðisupplýsingamiðstöð. Safnið er opið frá kl. 10-18 frá 1. maí- 30. september. Hægt er að hafa samband ef áhugi er að heimsækja safnið utan fasts opnunartíma (museum@hnjotur.is eða síma 456-1511).
Galdur Brugghús
Sundlaugin Laugarhóli: „Gvendarlaug hins góða“
Gvendarlaug hins góða er ylvolg 25m almenningssundlaug við Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði á Ströndum. Til hliðar við sundlaugina er vinsæl náttúrulaug (39-41°C) þar sem ljúft er að slaka á og upplifa náttúruna í sínu besta formi. Fyrir neðan laugarnar rennur volgur lækur sem gaman er fyrir börn að busla í. Hluti af vatninu sem rennur í sundlaugina kemur úr Gvendarlaug hinni fornu, sem var blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Minjastofnunar. Vatnið úr þeirri laug er talin búa yfir lækningarmætti. Engin baðvarsla eða sundgæsla er á staðnum og fólk fer í laugina og pottana á eigin ábyrgð. Laugin er opin alla daga frá kl. 8:00 - kl. 22:00.
Fisherman Café
Heimsæktu kaffihúsið á Suðureyri, í hjarta bæjarins. Það er sérstakur staður til að vera á þar sem það fær afslappað andrúmsloft og notalegt umhverfi, ekki aðeins frá fólkinu sem vinnur þar, heldur einnig frá sögulegum hlutum og minjum sem þar eru í boði. Njóttu dásamlegra veitinga, vafraðu á netinu, bókaðu ferðina þína, keyptu listaverk frá svæðinu og uppgötvaðu minjar í hverfinu.
Hótel Heydalur / Ferðaþjónustan í Heydal
Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km – 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 – 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 – 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3  og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 – 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.  Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum.   Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt  fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.  Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.  Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi  til göngu og leikja í kjarrinu.  Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla  Gisting:  3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
Skrímslasetrið
Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verður samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem er sagður einn mesti skrímslastaður landsins. 
Wild Westfjords
Við bjóðum uppá einkaferðir um Vestfirði á flottum og þægilegum 8 farþega breyttum Sprinter - fullkominn ferðamáti fyrir gamla góða vestfirska þjóðvegi og vegleysur.  Hafið samband til þess að fá tilboð í ferð eða skutl. www.wildwestfjords.com 
Dokkan brugghús
Dokkan brugghús er fyrsta Vestfirska handverks brugghúsið sem bruggar hágæða Vestfirskan bjór. Frá 3. júní er opið alla daga vikunnar frá kl. 15:00 til 23:00 Ef þú vilt koma með hópinn þinn á öðrum tíma en auglýstur er þá getur þú sent okkur skilaboð gegnum facebook eða á netfangið dokkan@dokkanbrugghus.is.  
Wakeboarding Iceland
Upplifðu Vestfirði á allt annan hátt, Wakeboard Iceland býður upp á magnaða upplifun í Vestfirskum vötnum og sjó, stígðu á brettið og undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna mun búnaðinum okkar fleyta þér áfram.  Boðið er upp ferðir í litlum hópum(allt að 4 einstaklingar) í hálfan dag eða heilan dag. Nánari upplýsingar um ferðir og bestu staðina fyrir wakeboarding eru á heimasíðu Wakeboard Iceland.  
Golfklúbbur Hólmavíkur
Nafn golfvallar :SkeljavíkurvöllurHolufjöldi: 9Par: 66
Hótel Laugarhóll
AÐSTAÐA Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum.  Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.   Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,     AFÞREYING Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.   VEITINGASTAÐUR Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.   KOTBÝLI KUKLARANS Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.   GVENDARLAUG HINS GÓÐA Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.   GVENDARLAUG HIN FORNA Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.   STAÐSETNING Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.
Grettislaug
Á Reykhólum má finna frábæra sundlaug sem heitir Grettislaug. Við hlið sundlaugarinnar er að finna tjaldsvæði sem er opið yfir sumarið. 
Vesturferðir
Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu. Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.  Sala farmiða í HornstrandabátaHornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.  Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.
Móra guesthouse
Gisting í tveim íbúðum og húsi með sér heitum potti Litla-Krossholt: er fyrir 5 mannsStóra-Krossholt: er fyrir 7 mannsÆgisholt : sér hús með heitum potti, tekur 6-8manns Hnit: 65.521362, -23.400947 (65° 31.282'N, 23° 24.057'W)ISN93: 296.611, 565.208  Aðrar vörur: landnámshænu egg, lambakjöt og hangikjöt. 
Golfklúbbur Patreksfjarðar
Nafn golfvallar: Vesturbotnsvöllur Holufjöldi: 9 Par: 72
Odin Adventures
Sólsetur í Dyrafirði, 2 til 3 tímar. Í þessari ferð sjáum við og upplifum Dyrafjörðinn skarta sínu fegursta og Sólsetrið frá nýju og frábæru sjónarhorni á meðan við njótum kyrrðarinnar í firðinum. Selaferð í firði Víkinganna. 2 til 3 tímar. Á góðum degi geta legið allt að 20 selir að sóla sig á steinunum í fjörunni. Selurinn er mjög forvitinn og það er frábært að fylgjast með þeim þegar að þeir synda umhverfis kayakana.
Sundlaug Tálknafjarðar
Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Þar er 25 metra útilaug, tveir heitir pottar, sauna, kaldur pottur, vaðlaug og rennibraut. Í húsinu er einnig að finna tækjasal og stóran sal sem hægt er að leigja. Við íþróttamiðstöðina er tjaldsvæði Tálknafjarðar en það er opið frá 1. júní – 1. september. Á tjaldsvæðinu er eldhúsaðstaða allan sólarhringinn, útigrill, salerni og sturtur. Einnig er hægt að setja í þvottavél og þurrkara gegn gjaldi. Allir hjartanlega velkomnir, alltaf heitt á könnunni. Hægt er að hafa samband á ýmsan hátt: Sími: 456-2639  Netfang: sundlaug@talknafjordur.is  Facebook síðan okkar er hér: Vetraropnun: 09.00-19.00 virka daga og 11.00-14.00 á laugardögum, lokað sunnudaga Sumaropnun: 09.00-21.00 virka daga og 10.00-19.00 um helgar.   ATH: Sölu lýkur 30 mínútum fyrir lokun. Gestir eru góðfúslega beðnir að fara uppúr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.
Sundlaug Patreksfjarðar
Íþróttamiðstöðin Brattahlíð á Patreksfirði var tekin í notkun í desember 2005. Þar er glæsileg útisundlaug, 16,5 x 8 m, tveir heitir pottar, vaðlaug, sauna, 140 m2 tækjasalur með nýjum TECHNOGYM tæknum og 900 m2 íþróttasalur.  Opnunartímar Mánudaga - Fimmtudaga: 08:00 - 21:00 Föstudaga: 08:00 - 19:30 Laugardaga og Sunnudaga: 10:00 - 15:00   Sölu lýkur 30. mín fyrir auglýstan lokunartíma. Gestir eru beðnir um að fara upp úr lauginni 10 mín fyrir lokun
Sundlaug Suðureyrar
Sundlaug Þingeyrar
Sundlaug (innilaug)með heitum potti, sauna, líkamsrækt og útisvæði. Opnunartímar í sumar: Mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 – 21:00 Laugardaga og sunnud. frá kl. 10:00 – 18:00 Verið velkomin. Tjaldsvæði opið allt árið.
Edinborg Bistró
Edinborg Bistró  er staðsett í Menningarmiðstöð Ísafjarðar í einu fallegasta og í árdaga þess, stærsta húsi bæjarins. Hvort sem þú vilt bragða á íslenskri matarmenningu, fá þér kaffi og köku, eða einfaldlega skemmta þér með einn kaldan á kantinum. Þá er Edinborg Bistró  staðurinn þinn. Á veitingastaðnum er fjölbreytt dagskrá allan ársins hring meðal annars myndlistarsýningar, bjórbingó, diskótek, og lifandi tónlist.    Borðapantanir og nánari upplýsingar í s: 456-8335 
Hótel Flókalundur
Hótel Flókalundur er lítið fjölskyldurekið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Hótelið er miðsvæðis á Vestfjörðum og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsfjórðungsins.  Vatnsfjörður er friðland og þekktur fyrir náttúrufegurð og fjölbreytt lífríki. Þar er mikil veðursæld og því gaman að njóta útiveru í gróðurríkum firðinum.  Sendu okkur tölvupóst til að fá nánari upplýsingar.  Hótel Flókalundur er opinn frá 20. maí - 15. september  GistingHótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 27 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í tveimur af herbergjunum. VeitingarVeitingasalur er opinn frá 7:30 til 23:00. Morgunverðarhlaðborð er frá 7:30 til 10:00 og í hádegi er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttaseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Hægt er að fá mat af kvöldverðarmatseðli og smáréttaseðli til 21:00. Barinn er opinn til 23:00. BensínstöðHægt er að kaupa eldsneyti af sjálfsala. TjaldsvæðiTjaldsvæði er stutt frá hótelinu þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.
Sundlaug Hólmavíkur
Sundlaug, heitir pottar, buslulaug, gufubað, líkamsrækt og íþróttasalur.
Hótel Flatey
Gisting er í nýuppgerðum pakkhúsum í miðju þorpsins í Flatey, í Eyjólfspakkhúsi, Stóra-Pakkhúsi og veitingasalur hótelsins er í samkomuhúsinu. Eyjólfspakkhús stendur við samnefnda bryggju og þaðan er útsýni yfir Hafnareyna. Stóra-Pakkhús ásamt samkomuhúsinu eru þar við hliðina. Hótel Flatey býður nú upp á 6 tveggja manna herbergi, 1 fjölskylduherbergi (3 rúm), 3 svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 12 herbergi og 23 rúm. Öll herbergin eru með sameiginlegu baðherbergi. Morgunmatur er innifalinn í verðinu.
Borea Adventures
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa. Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.  Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.  Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör. 
Beffa Tours / Harbour Inn Guesthouse
Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim. Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa. Hvalaskoðun:20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst. Sjóstangveiði:Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma. Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Holt Inn sveitahótel
Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í hjarta Vestfjarða, í aðeins 15 mínútna akstri frá Ísafirði. Hótelið sem eitt sinn var skóli er nú með 11 nýuppgerðum herbergjum með sérbaðherbergi, þar af eitt fjölskylduherbergi. Hvert herbergi er með útsýni yfir eitt af tignarlegu fjöllum Önundarfjarðar. Á hótelinu er einnig setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Hótelið býður einnig uppá hleðslustöðvar og heitan pott, sem er með útsýni yfir allan fjörðinn.    Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð.  Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu. Í nágrenni Holts er hægt að upplifa ævintýri og menningu. Það má til dæmis fara á skíði, í fjallgöngur, gönguferðir, kajakferðir og hestaferðir. Einnig er hægt að skella sér á ströndina í Holti, sem er aðeins í stuttu göngufæri frá hótelinu og hefur hótelið hálftjöld til útláns sem tilvalin eru á ströndina. Hótelið er reyklaust og býður upp á frítt internet. 
Melrakkasetur Íslands
Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi. Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu. Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku. Opið: Maí: 10:00-16:00 Júní - Júlí: 09:00-18:00 September: 10:00-16:00 01. október - 14. maí:  eftir samkomulagi  
Gemlufall guesthouse
Gemlufall  Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir.  Rými er fyrir 14 -16 manns.   Íbúð 1 - 6 manns.  Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2   Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.  
Verbúðin pub
Verbúðin pub, er krá í Bolungarvík þar sem þyrstir og þreyttir ferðalangar geta sest niður skipst á ævintýralegum fiskisögum á meðan þeir dreypa á dýrindis veigum. Þema kráarinnar er byggir á sögu Bolungarvíkur sem sjávarþorpi og eru munir frá gömlum tímum hangandi um alla veggi sem veita gestum innsýn í gamla og góða tíma.
Bryggjukaffi
 Lítið og vinalegt kaffihús sem opið er frá því í maí og út september ár hvert. Einnig nokkrar opnanir yfir vetrartímann. Á matseðlinum eru meðal annars súpur og beyglur auk kaffidrykkja og kaffibrauðs. Vínveitingaleyfi. Margir möguleikar á vegan útgáfu og glúteinlausum veitingum.    
Fisherman Hótel
Fisherman er ferðaþjónn á Suðureyri sem hefur m.a. 18 herbergi í boði fyrir gesti sem vilja upplifa sjávarþorpið Suðureyri og Vestfirði í heild sinni. Við höfum bæði herbergi með sameiginlegu baðherbergi og einnig herbergi með sér baðherbergi. Öll herbergi og veitingarými eru reyklaus og því miður getum við ekki leyft dýrum að koma með að tillitsemi við aðra gesti. Tengsl ferðaþjónustu og atvinnulífs í litlu vistvænu sjávarþorpi hefur notið vinsælda meðal okkar gesta. Hægt er að heimsækja þorskinn í lóninu, skella sér á sjóinn sem háseti á línubát, heimsækja fiskvinnsluna á staðnum eða fara í matarferð með leiðsögn um vistvænt sjávarþorpið. Við erum stolt af því að vera ferðaþjónar í sjávarþorpinu Suðureyri og okkur langar að hjálpa þér að upplifa Sjávarþorpið Suðureyri. Skoðaðu úrvalið af gistingu á heimasíðunni okkar.
Hótel Ísafjörður – Horn
Hótel Horn er innréttað í einföldum en líflegum stíl, innblásnum af náttúru Vestfjarða. Í boði eru standard herbergi, fjölskylduherbergi með afstúkuðum kojum og svefnsófa og deluxe herbergi fyrir þá sem vilja þægindi og nóg pláss. Öll herbergin eru með baðherbergi og reyklaus. Öll herbergin eru reyklaus og boðið er upp á fría nettengingu. Einnig er kaffibakki, hárþurrka, 32-42 tommu sjónvörp og góð frí bílastæði við hótelið. Lyfta og hjólastólaaðgengi Á annarri og þriðju hæð eru svo setustofur með sófum, leikhorni fyrir börnin og tölvu. Öll herbergin eru staðsett á annarri hæð hússins, en aðkoma að húsinu er góð og í því er lyfta og tvö herbergi eru með hjólastólaaðgengi. Gestamóttaka og morgunverður fyrir Hótel Ísafjörð – Horn er á systurhótelinu Hótel Ísafirði – Torg, Silfurtorgi 2.
Fantastic Fjords ehf.
Við erum ferðaskrifstofa á Vestfjörðum og sérhæfum okkur í menningartengdum ferðum og hvataferðum. Við bjóðum bæði upp á dagsferðir sem og lengri ferðir um hina frábæru Vestfirði. 
Galdrasýning á Ströndum
Galdrasafnið opnaði árið 2000 á Hólmavík og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður meðal ferðafólks, enda er sýningin mjög vel heppnuð og mikið til hennar vandað. Á sýningunni er fjallað um íslensk galdramál og þjóðtrú tengdri viðfangsefninu. Þar kynnast gestir sérstökum galdramálum og fólkinu sem kom við sögu. Einnig er m.a. hægt að kynna sér hvernig vekja skal upp drauga eða kveða þá niður, koma sér upp nábrókum og gera sig ósýnilegan. Hverskyns lifandi uppákomur eru einnig á Galdrasafninu á Hólmavík. Staðsetning: HólmavíkSími: 897-6525galdrasyning@holmavik.iswww.galdrasyning.isOpnunartími: Árið um kringSumaropnun 15. maí - 30. september: Daglega10:00 - 18:00Vetraropnun 1. október- 14. maí: Mán-fös 12:00-18:00, lau & sun 13:00-18:00
Stúkuhúsið Café / Restaurant
Stúkuhúsið er notalegur veitingastaður á Patreksfirði sem er staðsettur á mjög góðum útsýnisstað nálægt sundlauginni. Opnunartíma og aðrar upplýsingar má finna á Facebook síðu Stúkuhússins og á heimasíðunni www.stukuhusid.is. Á matseðli er lögð áhersla á ferskasta fisk dagsins og að sjálfsögðu íslenska lambið. Fjölbreyttur matseðill þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, súpur, salöt,bökur o.s.frv. Heimabakaðar kökur og allar gerðir af ilmandi kaffidrykkjum.  
Sundlaug Bolungarvíkur
Laugin er innilaug, 8 x 16,66 m., á útisvæði eru tveir heitir pottar, annar er 41°C heitur og hinn 39°C, með vatnsnuddi. Auk þess er á útisvæði upphituð vaðlaug, vatnsrennibraut og kaldur pottur.  Einnig er í boði sauna með góðri hvíldaraðstöðu. Tjaldsvæðið er við sundlaugina og skammt undan er hinn vinsæli ærslabelgur. Opunartími  Virka daga 06:00 -22:00 Helgar 10:00-18:00
Golfklúbbur Bolungarvíkur
Syðridalsvöllur er golfvöllurinn í Bolungarvík, 9 holu völlur en þó með 18 teiga og er því skráður sem 18 holu völlur. Syðridalsvöllur er einn af fáum strandvöllum á Íslandi, völlurinn var byggður upp á svæði sem Landgræðsla Ríkisins hafði áður verið að græða upp til að sporna við sandfoki. Syðridalsvöllur er því einkar sérstakur og frábær tilbreyting að spila golf innan um sandhóla og melgresi. Syðridalsvöllur er par 71.
Vestfjarðaleiðin
Hjá Westfjords Adventures er hægt að upplifa ýmiskonar afþreyingu í tengslum við Vestfjarðaleiðina.  
Sundhöll Ísafjarðar
Sundhöll Ísafjarðar er elsta laug bæjarins, 16 metra innilaug byggð strax eftir seinna stríð. Við laugina er einn heitur pottur og kalt kar. Í sama húsi er lítill íþróttasalur, en aðal íþróttahús Ísafjarðar er á Torfnesi. Símanúmer: 450 8480 Staðsetning á korti Opnunartímar Vetraropnun, frá 22. ágúst:Mánudagur: 07-08 og 16-21Þriðjudagur: 07-08 og 16-21Miðvikudagur: 07-08 og 16-21Fimmtudagur: 07-08 og 18-21Föstudagur: 07-08 og 16-21Laugardagur: 10-17Sunnudagur: 10-17 Sána: Kvennaklefiþriðjudagarfimmtudagarsunnudagarföstudagar í sléttum vikum Karlaklefimánudagarmiðvikudagarlaugardagarföstudagar í oddavikum Vikunúmerum má fletta upp á www.vikunúmer.is. Sumaropnun, frá 4. júní:Virkir dagar: 10-21Helgar: 10-17 Rauðir dagar að vori:Sumardagurinn fyrsti: 10-171. maí: LokaðUppstigningardagur: 10-17Hvítasunnudagur: LokaðAnnar í hvítasunnu: 10-1717. júní: Lokað 
Golfklúbburinn Gláma
Heimavöllur Golfklúbbsins Glámu er á Meðaldalsvelli í Dýrafirði, um 5 km fyrir utan þorpið á Þingeyri. Vallarstæði golfvallarins er einkar fagurt, margbreytilegt landslag þar sem leikið er yfir allskyns torfærur, ber þar helst að nefna stífluna á sjöundu holu.  Völlurinn er 9 holur og par 72.
Golfklúbbur Ísafjarðar
Golfvöllur Ísafjarðar er 9 holu völlur par 72. Hann er staðsettur í Tungudal sem er útivistarparadís Ísafjarðarbæjar. Völlurinn er í skemmtilegu umhverfi í nálægð við sumarbústaðarhverfi og tjaldsvæðið í Tungudal. Veitingasala og æfingarsvæði er í boði hjá Golfklúbbi Ísafjarðar. 
Hótel Ísafjörður
Hótel Ísafjörður er þægilegt heilsárshótel í höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði. Hótelið er við Silfurtorg í hjarta bæjarins steinsnar frá allri þjónustu og höfninni. Í næsta nágrenni eru einnig sundlaug, upplýsingamiðstöð, söfn og strætisvagnar. Hótelið er allt innréttað í ljósum þægilegum litum og mjög vel í stakk búið til að þjóna fjölbreyttum hópi viðskiptamanna. Á hótelinu er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir ferðamenn, fjölskyldur og fólk í viðskiptaerindum. Öll herbergin eru með sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, síma, útvarpi og kaffi/te setti auk þess sem  frí háhraða nettenging er á öllum herbergjum og veitingasölum.  Hótelið er allt reyklaust. Á veitingastað hótelsins Við Pollinn er lögð áhersla á gæði jafnt í þjónustu sem matreiðslu og metnaður er lagður í að nýta hráefni úr nágrenninu  á sem fjölbreyttastan hátt.  Á Hótel Ísafirði er góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum. Starfsfólk hótelsins leggur sitt af mörkum til að gera dvölina bæði ánægjulega og þægilega og hefur faglegan metnað til að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi. Persónuleg þjónusta og heimilislegt andrúmsloft hótelisins og nálægð við einstæða náttúru skapar öðruvísi umgjörð.
Hversdagssafn
Hversdagssafnið á Ísafirði er heillandi heimur hins daglega lífs. Þar eru sagðar sögur af atburðum eða stundum í lífi fólks sem fanga fegurð hvunndagsins á töfrandi hátt. Á safninu fá gestir aðgang að lífi heimamanna, minningum þeirra og frásögnum, sögum sem vekja gleði, sorg og gefa innsýn í horfna veröld. Sýningar safnsins eru settar fram á margvíslegan og gagnvirkan hátt sem gerir heimsóknina bæði minnisstæða og skemmtilega. Opnunartímar: Juní-ágúst: daglega frá 13:00 til 17:00.Lokað á veturna en hægt er að opna ef óskað er. Aðgangseyrir:1000 krónur, ókeypis fyrir börn og ungmenni yngri en 16 ára.
Laugarneslaug á Barðaströnd
Sundlaugin í Laugarnesi við Birkimel á Barðaströnd er fallega staðsett lítil sundlaug með glæsilegu útsýni yfir Breiðafjörð. Bæði er hægt að svamla um í steyptri sundlaug sem og að liggja út af í minni náttúrulaug neðand við þá stóru. Það er Ungmennafélag Barðastrandar sem á og rekur laugina. Glæsileg sundlaug
Raggagarður
Upphaf fjölskyldugarðsinsFrumkvöðull að þessum garði var Vilborg Arnarsdóttir (Bogga í Súðavík), fyrsti framkvæmdastjóri garðsins. Hana hafði lengi langað að búa til sumarleiksvæði til þess að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir fjölskyldur og ferðamenn á norðanverðum Vestfjörðum, efla útiveru og hreyfingu og stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Bogga hófst handa við verkefnið eftir að sonur hennar, Ragnar Freyr Vestfjörð, lést í bílslysi í Súðavík árið 2001, aðeins 17 ára gamall. Garðurinn er til minningar um hann. Draumurinn um garðinn rættist með aðstoð heimamanna, sumarbúa, gesta, fjölmargra velunnara á öllum aldri og fjölda styrktaraðila. Unnið hefur verið af alúð og umhyggju í sjálfboðavinnu í mörg þúsund klukkustundir. Fjár hefur verið aflað með ýmsu móti. Börn hafa haldið tombólu og gefið garðinum peningana. Ýmiss konar varningur hefur verið seldur, margt af því gjafir til garðsins. Bökuð hafa verið fjögur tonn af kleinum á þessum 11 árum. Fjársmalar í Ísafjarðardjúpi hafa styrkt garðinn og tónleikar verið haldnir svo dæmi séu tekin.    FramkvæmdinFélagið Raggagarður var stofnað 8. janúar 2004 til þess að standa að gerð og framkvæmd garðsins. Í stjórn félagsins, meðan á uppbyggingu stóð árin 2004 til 2015, voru: Vilborg Arnarsdóttir formaður, Barði Ingibjartsson, Sigurdís Samúelsdóttir, Anne Berit Vikse og Jónas Ágústsson. Framkvæmdir hófust við Raggagarð 14. maí 2004 og leikjasvæðið var opnað 6. ágúst 2005. Leikjasvæðið er tvískipt, efra svæðið fyrir eldri börnin og það neðra fyrir þau yngstu. Haustið 2013 var hafist handa við gerð útivistarsvæðis og byggð þrjú geymsluhús fyrir lausamuni garðsins. Á svæðinu má sjá sérkenni Vestfjarða á einum stað ásamt listaverkum úr náttúruefnum. Útivistarsvæðið var formlega opnað 8. ágúst 2015.  AðstaðaSvið ásamt áhorfendasvæði, ætlað fyrir fjölskyldusamkomur og listaviðburði, er á útivistarsvæðinu. Nokkur útigrill eru á leikjasvæðinu til afnota fyrir gesti. Sæti og borð eru fyrir yfir 100 manns í öllum garðinum. Gestabók og sparibaukur eru við salernishúsið og eru gestir beðnir um að skrifa í bókina í hvert sinn sem garðurinn er heimsóttur. Enginn aðgangseyrir er í Raggagarð en frjáls framlög í baukinn eru vel þegin til að styrkja rekstur garðsins. Salerni, grill og önnur aðstaða í garðinum eru opin frá 1. júní til 1. september, en gestum er þó velkomið að heimsækja garðinn á öðrum tímum líka.  Garðurinn er byggður upp með huga, höndum og hjarta heimamanna og annarra velunnara.  Fjölskyldugarður Vestfjarða sem er fyrir alla fjölskylduna á öllum aldri.  Grillaðstaða fyrir fjölskyldur og hópa. Sjá heimasíðu garðsins: www.raggagardur.is
Gamli bærinn Brjánslæk
Gistingin er í þremur herbergjum með sameiginlegu baðhergergi (tvö salerni og ein sturta) í gömlu uppgerðu húsi sem var byggt 1912 sem prestsetur. Í sama húsi er kaffihús opið 12:30 -17:00 yfir sumartímann og á neðri hæðinni má einnig finna upplýsingasýningu á vegum Umhverfisstofnunar um Surtarbrandsgil, en þar finnast margra milljón ára gamlir plöntusteingervingar. Einnig er þar fróðleikur um Hrafna Flóka, sem hafði vetursetu á Barðaströnd, mannvistaleifar frá þeim tíma finnast rétt hjá Brjánslæk, rétt hjá höfninni. En þekktastur er hann fyrir að ganga á Lómfell, sjá fjörð fullan af ís og nefna landið Ísland. Í tengslum við opnunartíma sýningar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið eftir því sem hér segir:Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13:00. Athugið að uppganga í gilið er óheimil nema í fylgd landvarðar. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 822-4080 eða 831-9675.
Sea Kayak Iceland
Sea Kayak Iceland er staðsett á Ísafirði þar sem einstakt landslag er og magnað dýralíf er í miklu návígi. Komdu með okkur meðfram hinni töfrandi strandlengju með einstökum fjöllum, fjölda fossa og róandi umhverfi. Okkar markmið er að skapa einstaka og ógleymanlega upplifun fyrir þig, við bjóðum upp á sérsniðna leiðangra sem henta þínum þörfum, sem og skipulagðar ferðir sem þú getur farið í án fyrirhafnar. Einnig bjóðum við uppá léttar dagsferðir. Öryggi þitt og geta innan sjókajaksiglinga skiptir mestu máli þegar þú ert á sjó með okkur. Við hlökkum til að fá þig með í ævintýri á Vestfjörðum.

Aðrir (4)

Kirkjuból í Bjarnardal Kirkjuból, Bjarnardalur 425 Flateyri 456-7679
Vestur restaurant Aðalstræti 110 450 Patreksfjörður 456-1515
Rauðsdalur Barðaströnd 451 Patreksfjörður 456-2041
Eaglefjord ferðaþjónusta Gilsbakki 8 465 Bíldudalur 694-8057