Skip to content

Or try searching by Category and/or Location

Vinnustofa í rythmískum teikningum

October 23 at 20:00-21:30

Við bjóðum þér í ókeypis, tveggja tíma vinnustofu í líkamsmiðaðri listmeðferð þar sem við teiknum með báðum höndum á stóran pappír og leyfum rythma líkamans að leiða ferlið.

Markmið vinnustofunnar:
Losa um spennu og streitu
Efla tengsl huga og líkama
Kveikja á innsæi og sköpunargleði
Fá djúpa og persónulega upplifun í öruggu umhverfi

Engin þörf á reynslu í list eða tæknilega færni í teikningu – aðeins áhuga á sjálfsvinnu og opinn huga

Tvær dagsetningar eru í boði, 25. sept og 23. okt, en það eru aðeins 8 pláss í boði í hvora vinnustofu og því nauðsynlegt að skrá sig.

Leiðbeinandi: Sandra Borg Bjarnadóttir, listmeðferðarfræðingur

Verkefnið er styrkt af Höfnum Ísafjarðar og unnið í samvinnu við Listaskóla Rögnvaldar og Edinborgarhúsið.